Eygló ætti að segja af sér - en gerir það ekki

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er einangruð í ríkisstjórninni og einangruð í Framsóknarflokknum. Eygló starfar eins samfylkingarráðherra og leikur vinstrieinleik hápólitísku máli í miðhægristjórn. Helsti talsmaður hennar er Stefán Ólafsson samfylkingarmaður.

Eygló er hluti gamla Framsóknarflokksins, þar sem kápan var borin á báðum öxlum, sbr. afstöðu hennar í ESB-málinu. Til stóð að Willum Þór Þórsson tæki sæti hennar en klúðraði málinu á kjördæmisþingi þegar íþróttalið Willums hvarf heim en skjólstæðingar Eyglóar sátu kjurt.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur ekkert með samfylkingarráðherra að gera. Ekki síst í ljósi þess að brú milli Samfylkingar og Framsóknarflokks er álíka sennileg og brú milli Íslands og Færeyja.

Eygló mun á hinn bóginn ekki segja af sér, líkt og Egill Helga óskar sér. Afsögn Eyglóar myndi aðeins einangra hana. Hún er ekki með neina burði til að vera gerandi í pólitík og yrði hornkerling á þingi.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sýnir hve sterk hún er með því að Eygló Harðardóttir er ráðherra með löngun til einleiks en er þvinguð til að vera hluti af liðsheildinni.

 


mbl.is Einhugur um húsnæðisfrumvörpin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarríkið niðurgreiðir hryðjuverkatúrisma

Hryðjuverkatúrismi er það kallað þegar vestrænir ríkisborgarar halda til Miðausturlanda að stríða í þágu múslímatrúar.

Fréttir af því að danska velferðin haldi uppi múslímskum trúarhermönnum á atvinnuleysisbótum eru líklegar til að auka umræðuna um viðbrögð við stríðstrúnni.

Handan Eyrarsunds ber það til tíðinda að Svíþjóðardemókratarnir bæta við sig fylgi.

Frændþjóðirnar standa frammi fyrir hörðum valkostum.


mbl.is Jíhadistar á atvinnuleysisbótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar eru kvenfjandsamlegir

Mestur launamunur kynjanna er í í fjár­mála- og vá­trygg­inga­starf­semi, eða 37,5 prósent. Rökrétt ályktun er að fjármálastarfsemi, eins og hún er rekin, sé kvenfjandsamleg.

Minnsti launamunur kynjanna er í heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu, 7,4%. Meiri launamunur er í einkarekstri en opinberum.

Fjármálastarfsemin verður að útskýra hvers vegna hún er kvenfjandsamleg og hvað atvinnugreinin ætlar að gera til að bæta þar úr.


mbl.is Launamunur kynjanna 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta sér dauðan kolkrabba og mannorðsmorð

Seinni partinn á síðustu öld var stundum talað um fjölskyldurnar 14 eða kolbrabbann sem ,,áttu" Ísland. Vinstrimenn voru upptekir af þessum fyrirbærum eins og lesa mátti um í Þjóðviljanum á sínum tíma.

Auður fjölskyldnanna 14, kolbrabbans, átti upptök sín fyrir miðja öldina og var í hnignun undir lok aldar. Útrásarauðmenn gerðu útaf við gömlu viðskiptaveldin á fyrsta áratug nýrrar aldar.

Því er þetta rifjað upp að Birgitta Jónsdóttir pírati virðist hafa misst úr síðustu áratugi í umræðu um viðskiptaveldi á Íslandi. Hún segir

Ísland er eins og Sikiley Norðurs­ins eða Stóra Sikiley, nema hér er eng­inn myrt­ur með skot­vopn­um, held­ur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stund­um kölluð Kol­krabb­inn, mann­orðsmyrt­ir eða út­skúfaðir.

Um leið og hún sér sýnir úr horfnum heimi hættir hún að kalla Skagafjörð Sikiley en færir ítalska heitið yfir allt Ísland. Birgitta teflir fram mannorðsmorðum og útskúfun í óhróðri um þjóðina sem ber hana og Pírata á höndum sér í skoðanakönnunum.

Birgitta kann að þakka fyrir sig.

 

 


mbl.is Birgitta segist elska Skagafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband