Hægslátrun Vg hófst 16. júlí 2009

Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, nýtur mesta trausts íslenskra stjórnmálamanna. Engu að síður mælist flokkurinn með tíu prósent fylgi og kemst ekki hænufet frá kosningaósigrinum 2013. Þá fékk Vg 10,9 prósent fylgi.

Vantraustið á Vinstri græna hófst daginn sem þingflokkurinn samþykkti ESB-umsókn Samfylkingar. Katrín var einn af þingmönnum Vg sem sveik margyfirlýsta andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Kannski er Katrínu fyrirgefið svikin. En ekki flokknum.


Íslensk múslímamenning 1627 - 2015

Íslendingar kynntust menningu múslíma fyrst 1627 í Tyrkjaráninu. Í meir en 350 ár eftir það var ekkert framboð af múslímatrú hér á landi - enda eftirspurnin takmörkuð.

Íslendingar tóku við hröktu fólki frá ríkjum múslíma þegar nær dró síðustu aldamótum. Í framhaldi urðu til múslímskir söfnuðir hér á landi.

Einhverjum snillingi datt í hug að gera íslenska múslímamenningu að útflutningsvöru. Skilaboðin sem við fáum frá útlöndu við þessu vöruframboði eru eftirfarandi: Íslendingar eru ósiðmenntaðir og móðgandi.

Skal engan undra að íslensk múslímamenning slái ekki í gegn í útlöndum.


Stjórnarandstaðan virðir ekki lýðræðið

Málþóf stjórnarandstöðunnar á alþingi kemur í veg fyrir að þjóðþingið vinni vinnuna sína; taki mál á dagskrá og afgreiði í atkvæðagreiðslu eða með öðrum hætti.

Gíslataka stjórnarandstöðunnar á alþingi sýnir ábyrgðaleysi og lítilsvirðir lýðræðisleg vinnubrögð.

Stjórnarandstaðan grefur undan sjálfri sér með þessum vinnubrögðum. Ríkisstjórnin má vel við una enda geta vinnubrögð minnihlutans ekki annað en styrkt ábyrga stjórnmálaflokka eins og Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

 


mbl.is Ísland sé forystulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengur áróður

Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Óábyrg meðferð áfengis veldur fjölskylduharmleikjum og er þjóðfélaginu dýrkeypt vegna heilsu- og eignatjóns.

Af þessu tvennu leiðir að engar þær breytingar ætti að gera á núverandi fyrirkomulagi áfengissölu sem minnsti möguleiki er á að auki neyslu áfengis og/eða auðveldi aðgengi ungs fólks að áfengi.

Umræðan um hvort áfengi skuli selt í matvöruverslunum leiðir í ljós að bæði mun neysla áfengis aukast og aðgengi ungs fólks verður greiðara að þessari vöru.

Öll hagkvæmni- og kostnaðarrök blikna hjá lýðheilsurökum í áfengisumræðunni. Ef það er svo, samkvæmt keyptri skýrslu áróðursmanna fyrir áfengi í matvöruverslanir, að áfengissala skili ríkinu ekki nógum tekjum þá er einfalt svar við því: við hækkum verðið á áfengi.


mbl.is Taprekstur á Vínbúðahluta ÁTVR?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband