Illugi fær syndaaflausn frá Þorbirni og blaðamönnum

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hélt persónulegum hagsmunum sínum aðgreindum frá opinberu hlutverki sínu þegar hann muldi undir Orku Energy í Kína.

Blaðamenn telja Illuga ekki geta haldið einkahagsmunum sínum aðskildum frá opinberum athöfnum og gagnrýna ráðherra fyrir að þiggja persónulega greiða frá fyrirtækjum sem hann hefur afskipti af.

Íslenskir blaðamenn þykjast halda persónulegum hagsmunum sínum utan við fréttaumfjöllun þótt þeir fái utanlandsferðir frá viðfangsefnum sínum. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð 2/365 miðlum þiggur ferðir frá Evrópusambandinu, og þar eru oft dagpeningar einnig greiddir, og frá Wow flugfélaginu.

Þorbjörn þykist gera skýran greinarmun á persónulegum hagsmunum sínum og þeim opinberu, sem hann þjónar sem fréttamaður.

Og jólasveinar koma til byggða í júlí.

 


Jónas, lýðræðið og Machiavelli

Bloggari var framkvæmdastjóri Heimssýnar í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. og hitti reglulega fulltrúa Evrópusambandsins, bæði frá framkvæmdastjórninni og þinginu. Brusselfólkið kom hingað að fá upplýsingar um gang mála.

Við í Heimssýn vísuðum ítrekað í andstöðu á alþingi við ESB-umsóknina sem og að afgerandi meirihluti þjóðarinnar var á móti ESB-aðild - og er enn.

Viðbrögð fulltrúa ESB voru ávallt þau sömu. Þeir sögðu að íslensk stjórnvöld hefðu sótt um aðild og á meðan íslensk stjórnvöld vildu halda ferlinu inn í ESB áfram þá myndu stofnanir sambandsins vinna að sama markmiði.

Nú ber svo við, þegar íslensk stjórnvöld eru búin að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar, að sumir talsmenn Evrópusambandsins vilja meina að það sé ekki nóg að íslensk stjórnvöld séu með stefnu í Evrópumál heldur verði þingflokkarnir að vera með sömu stefnu. Michael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands, á að hafa sagt orð í þá veru í heimsókn sinni hingað.

Jónas Kristjánsson segir þessi nýmæli, að gera kröfu um að þingflokkar séu sammála stjórnvöldum, kennslustund í lýðræði. En þetta er ekki lýðræði, ekki fremur en það var lýðræði þegar Írum var skipað að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabonsáttmálann eftir að hafa hafnað sáttmálanum.

Ef þessi sjónarmið ESB-fólksins eru kennslustund þá er kennslan í fræðum Machiavelli.

 


Verkföll til að auka atvinnuleysi og verðbólgu

Verkalýðsforystan berst ekki ekki fyrir hagsmunum þeirra lægst launuðu með kaupkröfum sem ekki er innistæða fyrir. Næðu slíkar kauphækkanir fram að ganga yrði verðbólga fljót að éta upp kauphækkunina og hærri vextir myndu skila sér í færri atvinnutækifærum.

Hærri verðbólga og minni atvinna kæmist fyrst og verst niður á láglaunahópum. Á meðan þensla er í atvinnulífinu, eins og nú er, þá verða atvinnurekendur að yfirborga launataxta til að halda í starfsfólk. Við atvinnuleysi minnka yfirborganir enda nægt framboð af starfsfólki.

Ef verkalýðsforystan kanni ekki að gera aðra samninga en þá sem stuðla að verðbólgu og atvinnuleysi er illa komið fyrir samtökum launþega.


mbl.is „Hvaða hagsmuni er verið að verja?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir fái gevru - nýjan gjaldmiðil

Til að Grikkir komist út úr skuldavandanum verða þeir að fá nýjan gjaldmiðil sem yrði gjaldfelldur gagnvart evru og gerði Grikkland samkeppnishæft á ný. Grikkir vilja á hinn bóginn ekki úr evru-samstarfinu. Millivegur er að búa til gríska evru, gevru.

Þýskur bankamaður er sagður höfundurinn að gevrunni. Hann fékk áheyrn bæði hjá gríska fjármálaráðherranum og forsætisráðherra Grikklands, Alexi Tsipras.

Hugmyndin gengur út á að borga ríkisstarfsmönnum laun með gevrum. Gevran yrði lögeyrir í Grikklandi samhliða evrunni. Munurinn væri sá að gevran félli gagnvart evru, líklega á bilinu 30 til 60 prósent, og myndi þannig lækka launakostnað í landinu og gera almenning fátækari en landið samkeppishæfara.

Kosturinn við gevru-hugmyndina er að Grikkir þyrftu ekki að segja sig úr evru-samtarfinu, heldur væru þeir með tvo gjaldmiðla.

Ókosturinn er að gríska hagkerfið yrði formlega neðanjarðarhagkerfi á evru-svæðinu. Og ef þessu neðanjarðarhagkerfi myndi lukkast að bæta lífskjörin gæti það orðið fyrirmynd fyrir önnur evru-ríki. Sem myndi draga úr trúverðugleika evrunnar.

Umræðan um gevruna sýnir örvæntinguna í evru-samstarfinu, Grikklandi sérstaklega.


mbl.is Aðeins ein áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband