Flóttamenn og trúarátök í Evrópu

Þorri þeirra flóttamanna sem koma frá Miðausturlöndum til Evrópu er múslímskur. Ríki Evrópu og Evrópusambandið almenn stemma stigu við flóttamönnum frá þessum heimshluta sökum þess að múslímar aðlagast illa vestrænum samfélögum.

Herskáir múslímar, t.d. Ríki íslams, stórauka ótta almennings í Evrópu við aukið flæði innflytjanda.

Flóttamannastefna ESB, eins og hún birtist í áætlunum  Mare Nostrum og Triton, þar sem skip undir ESB-fána, þ.m.t. íslenskt varðskip, bjarga frá drukknun flóttamönnum í hriplekum skipum, er gagnrýnd fyrir að vera leigubílaþjónusta í þágu smyglara.

Harla ólíklegt er að stjórnvöld í Evrópuríkjum samþykki að veita viðtöku auknum fjölda flóttamanna. Vandi flóttamanna verður leystur í heimaríkjum þeirra. Og það mun taka töluverðan tíma.


mbl.is Gagnrýnir innflytjendastefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll virkjar Gullfoss og sundurlyndi

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, líkti til­lögu at­vinnu­vega­nefnd­ar um að bæta við virkj­un­ar­kost­um án þess að fag­leg um­fjöll­un hafi farið fram um þá við það að til­kynnt væri að virkja ætti Gull­foss.

Samfylkingarfélagi Árna Páls í Bjartri framtíð, Guðmund­ur Stein­gríms­son, ,,sagði að með til­lög­unni væri verið að færa sund­ur­lynd­is­fjanda inn í þingsal­inn."

Það mætti framleiða nokkur megavött með ýkjum og sundurlyndi í þingsalnum við Austurvöll.

 


mbl.is Ramminn ekki af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á ekki að vinna úr ósigri

Vinstrimenn á Íslandi gætu lært af sálufélögum sínum í Verkamannaflokknum breska hvernig á að taka ósigri í kosningum. Að tók sumir samfylkingarkast á lýðræðið og hraunuðu yfir sigurvegarana.

En jafnt yfir fara trúnaðarmenn Verkamannaflokksins yfir lélegustu úrslit í meira en þrjátíu ár með það í huga hvað megi læra af viðbrögðum kjósenda. Og það er ekki steintaflan misheppnaða sem skýrir tapið.

Kjósendum fannst Verkamannaflokkurinn gleyma að metnaður sé heilbrigður. Áhersla flokksins var öll á að úthluta opinberum gæðum en ekki hvatning til sjálfsbjargar. Þetta er greining bróður formannsins sem varð að víkja í kjölfar ósigursins.

Man einhver eftir umræðu meðal vinstriflokkanna á Íslandi eftir sögulegan ósigur vorið 2013?

Afstaða vinstrimanna var að kjósendur hefði brugðist. Þau viðbrögð kunna ekki góðri lukku að stýra. Enda eru vinstriflokkarnir enn í pólitísku útlegðinni sem kjósendur sendu þá í fyrir tveim árum. 


Ísland hf. og skipting þjóðarkökunnar

Einkaeign og almannaeign eru hugtök sem lengi vel vísuðu í tvær andstæðar þjóðfélagsgerðir, kapítalisma og sósíalisma. Án verulegrar umræðu er þriðja þjóðfélagsgerðin óðum að yfirtaka hinar tvær.

Lífeyrissjóðir eru ráðandi í eignarhaldi á atvinnufyrirtækjum. Auðlindir í fiskimiðum og vatnsföllum eru sameiginleg eign þjóðarinnar. Yngsta atvinnugreinin, ferðamannaþjónusta, þrífst á því að selja aðgang að landinu okkar.

Þegar það liggur fyrir að við eigum efnisleg verðmæti að stærstum hluta saman er það aðeins spurning um útfærslu hvernig við skiptum verðmætunum á milli okkar.

Og þótt útfærslan geti verið snúin, enda í mörg horn að líta, er það okkur ekki ofviða að finna ásættanlega lausn fyrir alla.


mbl.is Komið að atvinnurekendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband