Vinstriflokkarnir ala á úlfúð og andstyggð

Allt síðasta kjörtímabil var hver höndin upp á móti annarri í samfélaginu. Ríkisstjórnin sem ábyrgð bar á ófermdarástandinu var samstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar - fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins.

Flokkarnir fengu meirihluta vorið 2009, Vg 22% fylgi og Samfylkingin 30%. Eftir fjögur ár með samfélagsófriði vinstrimanna gafst þjóðin upp og beinlínis slátraði flokknunum tveim í kosningunum 2013. Vinstri grænir fengu 10,9% fylgi og Samfylking 12,9%.

Vinstriflokkarnir lærðu ekki sína lexíu. Enn klifa þeir á úlfúðarstefinu og kynda undir óeiningu. Í umræðum á alþingi í dag svaraði ábyrgur fjármálaráðherra götustrákum vinstriflokkanna.

Fjármálaráðherra greindi stöðuna á vinnumarkaði á yfirvegan hátt en götustrákarnir gerðu hróp, enda kunna þeir ekki annað. 


mbl.is Kjaramálin brunnu á þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir styðja Albaníu-fyrirmynd Ásdísar Höllu

Lífeyrissjóðir launþega styðja við bakið á einkarekinni heilbrigðisþjónustu sem er til höfuðs þeirri opinberu. Samkvæmt Stundinni vinna einir 12 lífeyrissjóðir með Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, að einkarekinni heilbrigðisþjónustu.

Ásdís Halla gat sér til frægðar að segja íslenska heilbrigðiskerfið eftirbát þess albanska.

Verkalýðsforystan stjórnar lífeyrissjóðunum til móts við atvinnurekendur. Eftir því sem fyrirkomulagið festist í sessi styttist í að enginn munur verður á auðmannaelítunni, hvort heldur hún komi frá ASÍ eða SA.


Stríð við BBC, skuldauppgjöf hjá RÚV

Íhaldsmenn í Bretlandi ætla í stríð við BBC, segir í frétt Telegraph, m.a. fyrir sakir hlutdrægni breska ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins er á hnjánum fyrir framan RÚV og ætlar að gefa áróðursmiðstöð vinstrimanna nokkra milljarða.

BBC er umdeilt og er með ýmislegt sér til ágætis. RÚV er umdeilt og fátt sem mælir með óbreyttum rekstri.

Ef Illugi getur ekki staðið í fæturna gagnvart RÚV er nærtækt að láta Vigdísi Hauksdóttur taka þar til hendinni.


Hærri persónuafsláttur bætir lægstu launin mest

Öflugt innspil ríkisstjórnarinnar í kjaradeilurnar er tillaga um að hækka persónuafslátt. Slík hækkun kemur sér best fyrir þá hópa sem eru með lægstu launin.

Með hærri persónuafslætti hækkar sá hluti launanna sem launþeginn heldur eftir hlutfallslega mest hjá þeim sem eru launalægstir.

Verkalýðshreyfingin hlýtur að fanga þessu útspili ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Tvö skattþrep í stað þriggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarverkföll

Yfirlýstur tilgangur Samfylkingar breytist einatt í andstöðu sina. Í ríkisstjórn sagðist Samfylkingin slá skjaldborg um heimilin en skildi þau eftir í rjúkandi rúst. Flokkurinn skráði Ísland í hraðferð inn i Evrópusambandið en fór á hraða snigilsins og stöðvaðist við fyrstu mótstöðu.

Samfylkingin ætlaði að breyta stjórnarskrá Íslands en forsjónin kom því svo fyrir að axarsköft flokksins leiddu til þess að stjórnarskráin er hólpin um fyrirsjáanlega framtíð.

Og nú standa samfylkingarverkföll yfir. Þau lækka verðbólgu.

 


mbl.is Verkfall minnkar verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband