Sælir eru einfaldir: launþegar og lífeyrissjóðir

Forseti ASí boðar stéttastríð launþega gegn atvinnurekendum. Lífeyrissjóðir, sem verkalýðshreyfingin stjórnar til helminga á móti atvinnurekendum, eiga hlut í öllum stærstu hlutafélögum landsins - og ráðandi hlut í þeim mörgum. Í montræðu í nóvember á fundi Lífeyrissjóðs verslunarmanna kemur m.a.fram

Lífeyrissjóðirnir [eiga] stóran hlut í flestum þeirra 15 íslensku félaga sem skráð eru á Kauphöllinni. Í nýlegu yfirliti kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir eiga beint á bilinu 24% til 54% í þessum félögum.  Um 24% til 28% í Granda, Marel, Össuri og Nýherja, 42 % til 45% í Icelandair, Högum, Fjarskiptum, Reginn og TM, 54% í N-1, 38% í VÍS, 35% í Sjóvá og 36% í Eimskip. [...]

Þessu til viðbótar eiga lífeyrissjóðirnir drjúga hluti í nokkrum stórum félögum ýmist beint eða í gegnum sjóði. Þá er ég að tala um Skipti, Fasteignafélögin Eik og Reiti, Skeljung, Kaupás, HS Orku og félög sem eru í eigu Framtakssjóðs Íslands, þ.e. Advanía, Promens, Invent Farma og Icelandic.

Lífeyrissjóðir eru ráðandi á hlutabréfamarkað. Ekkert fyrirtæki, sem sækir sér fjármagn á hlutabréfamarkaði, þorir annað en sitja og standa eins og lífeyrissjóðirnir bjóða.

Allt þetta veit Gylfi Arnbjörnsson forstjóri ASÍ. Hann veit líka að forysta ASÍ hefur algerlega brugðist ábyrgð sinni sem ráðandi eigandi í flestum stærri fyrirtækjum landsins.

Gylfi Arnbjörnsson er foringi í stéttastríði verkalýðsforystunnar gegn launþegum. Hann treystir á heimsku umbjóðenda sinna. Og lái honum hver sem vill; Gylfi hefur lifað góðu lífi á verkalýðnum frá því amma var ung.


mbl.is Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálftími í strætó drepur samfylkingarfólk

Það eru óboðleg lífsgæði, segir bæjarfulltrúi Samfylkingar, að taka hálftíma strætó í lágvöruverðsverslun.

Staðkunnugir á Nesinu vita að það tekur 20 mínútur að ganga út á Granda og þangað hjólar maður á sjö mínútum. Þar eru þrjár lágvöruverðsverslanir.

Samfylkingarfólk ferðast ekki með strætó, og hvorki gengur það né hjólar. Samfylkingarfólk leggst á bakið og öskrar af frekju ef það fær ekki allt upp í hendurnar án þess að þurfa að dýfa þeim í kalt vatn.


mbl.is Hálftíma strætóferð í lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Kára móðganastjóri ríkisins

Einar Kárason rithöfundur er á móti málfrelsi ef það móðgar fólk. Hann skrifar grein í DV undir fyrirsögninni Um pólitíska rétthugsun - góða fólkið og vondir menn með vélaþras. Tilefni greinarinnar er blogg til varnar málfrelsi á Útvarpi Sögu.

Einar er þeirrar sannfæringar að setja beri skorður við málfrelsi ef fólk móðgast. Útgangspunktur Einars í greininni er hinsegin fólk en gæti allt eins verið múslímar, femínistar eða samfylkingarfólk. Rithöfundurinn telur að málfrelsi skuli ekki styggja fólk sem samsamar sig tilteknum lífsafstöðuhópi.

Einar er of mikil hjarðvera til að skilja að einstaklingurinn og réttur hans til tjáningar í ræðu og riti er hornsteinn vestrænna mannréttinda. 

Málfrelsi felur í sér sköpun þar sem orð eru mátuð við veruleikann; stundum til að lýsa og greina en einnig til að breyta og bæta. Ef styggð lífsafstöðuhópa verður sett ofar rétti einstaklinga að tjá skoðanir sínar er tómt mál að tala um málfrelsi. Án málfrelsis fara önnur mannréttindi í hundana.

Grein Einars er myndskreytt með bloggara fyrir héraðsdómi Reykjavíkur en þangað var honum stefnt af fréttamanni RÚV sem móðgaðist vegna gagnrýni á frétt í RÚV.

Ef Einar Kárason fengi að ráða myndu RÚV-arar sameinast í lífskoðunarhópi með lágan móðganaþröskuld. Þar með væri tryggt að enginn gagnrýndi RÚV og góða fólkið sem þar starfar.


Bloggfærslur 1. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband