Helgi auðmaður, lífeyrissjóðirnir og borgaraleg óhlýðni

Helgi Magnússon auðmaður stjórnar bæði eigin fjárfestingum og fjárfestingum Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helgi er talinn einn af þeim sem fjármagna sjónvarpsstöðina Hringbraut enda sérstakt áhugamál Helga að gera Ísland að ESB-ríki.

Helgi mun sitja til ársins 2016 hið minnsta í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að gæta hagsmuna sinna. Helga finnst allt í lagi að vöðla saman einkahagsmunum sínum og hag launþega sem skyldaðir eru til að greiða í lífeyrissjóð sem Helgi stjórnar.

Lífeyrissjóðirnir eru löngu komnir á síðasta söludag þegar menn eins og Helgi valsa þar um sér til hagsbóta.

Borgaraleg óhlýðni sem Sölvi Tryggvason sýnir með því að greiða ekki í lífeyrissjóð gæti orðið fyrirmynd að áhlaupi almennings að Helga auðmanni og félögum hans.

En áður en það gerist mun Helgi auðmaður og félagar hans kaupa þjónustu almannatengla, líkt og Sölvi segir, til að telja okkur trú um að auðmenn viti hvað almenningi er fyrir bestu. Svona eins og í útrásinni. 


mbl.is Sölvi hætti að greiða í lífeyrissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÍ, hrunið og deildin með líkin í lestinni

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tók þátt í lofgjörð útrásarinnar undir yfirskini rannsókna. Jón Ólafsson prófessor, nú í Hí en áður á Bifröst, skrifaði samantekt um stöðu deildarinnar í tilefni af ritdeilum Snjólfs Ólafssonar prófessors og Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar.

Greinin er fimm ára en segir nokkra sögu um hve hægt en örugglega orðspor tapast í akademíunni þegar farið er út af sporinu. Gefum Jóni orðið

Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands. 

 

 


mbl.is HÍ stefnir Friðriki Eysteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll til að finna skynsemina

Nokkrar vikur í verkfalli þarf til að leita uppi skynsemina hjá óábyrgum verkalýðsforingjum sem ímynda sér að verðmæti verði til með því að ala á óánægju.

Allir sem kunna eitthvað fyrir sér í hagstærðum vita að til næstu tveggja til þriggja ára má reikna með tíu prósent kauphækkun eða þar í nágrenni.

Alveg sama hve óánægjan er mikil þá breytir hún ekki grunnstærðum hagkerfisins. Ef fólk þarf nokkurra vikna verkföll til að skilja einfaldar staðreyndir þá er um að gera að láta þeim það eftir.


mbl.is Skortir á skilning á afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband