Verkföll betri en verbólgusamningar

Verkföll eru langtum betri niðurstaða en ósjálfbærir samningar sem leiða til verðbólgu. Raunhæfar hækkanir á opinberum markaði eru 8-10 prósent og nokkru minna á almennum markaði enda þar launaskrið meira.

Hagvöxtur er við efri mörk og verkföll í fjórar til tólf vikur yrðu til bóta fyrir hagkerfið.

Verkalýðshreyfingin verður að vera raunhæfari í sinni kröfugerð en hingað til


mbl.is Deila um formsatriði frekar en að reyna finna lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking auglýsir eftir uppreisn gegn góðæri

Varaþingmaður Samfylkingar til skamms tíma, Margrét Kristmannsdóttir, hvetur ungt fólk til uppreisnar með pistli á ESB-útgáfunni Hringbraut. Vefritið Kjarninn tekur undir uppreisnarheróp Margrétar, enda Kjarninn samfylkingarútgáfa.

Og hver eru rökin fyrir uppreisninni? Gefum Margréti orðið

Við ungu kynslóðinni blasir við mjög einföld sviðsmynd sem sýnir að valið stendur á milli þess að taka verðtryggð fasteignalán með +/- 4% vöxtum eða óverðtryggð lán með +/- 8% vöxtum.

Þegar vextir eru á bilinu 4 til 8 prósent þá þýðir það kröftuga eftirspurn í hagkerfinu eftir lánsfé. Enda er það svo að íslenska hagkerfið er á fullum dampi, með traustan hagvöx og nær ekkert atvinnuleysi.

Hagkerfi evru-ríkjann, en þangað inn vill Samfylking, er með lága vexti og jafnvel mínus vexti, einmitt vegna þess að hagvöxtur er þar lítill sem enginn og atvinnuleysi í tveggja stafa tölu. Mannúðarsamtök stóðu fyrir úttekt á hagkerfi ESB-ríkjanna og segja að fjórðungur íbúanna eigi í erfiðleikum að framfleyta sér.

Einu sinni var sagt um Samfylkinguna að þangað hafi safnast það fólk sem minnst hefði vit á efnhagsmálum. Margrét og Kjarninn staðfesta að engu er logið upp á samfylkingarfólk þegar efast er um að kunni eitthvað fyrir sér í undirstöðuatriðum efnahagsmála.

Stjórnmálaflokkur sem vill uppreisn gegn góðæri og krefst innleiðingar hallæris er kominn á slíkar villigötur að ekki tekur tali.


Bloggfærslur 6. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband