Lýđrćđi, siđastríđ og valdaskak

Fráfarandi framkvćmdastjóri Nató og forsćtisráđherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, stingur niđur penna til ađ rćđa Úkraínudeiluna. Fyrirsögnin er Siđastríđ viđ Rússland.

Rasmussen hafnar alfariđ ađ átökin um Úkraínu séu stórveldaátök Bandaríkjanna og Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússlands og ćtti ađ skođa í landfrćđilegu og sögulegu samhengi.

Nálgun Nató-mannsins er ađ stríđiđ viđ Rússland sé um siđagildi, sbr. fyrirsögnina. Hann segir Pútín reka ţar austurfrá ,,fullveldislýđrćđi" sem kćfir frjáls skođanaskipti og stýrir fjölmiđlum í ţágu valdhafa.

Á móti fullveldislýđrćđi Rússa teflir Rasmussen fram vestrćnu frjálslyndu lýđrćđi.

Hćngurinn á málflutningi Rasmussen er einkum sá ađ Evrópusambandiđ, sem einn ađili Úkraínudeilunnar, stundar fullveldislýđrćđi, t.d. međ ţví ađ láta ţjóđir kjósa aftur ef ţćr kjósa rangt í fyrstu umferđ. Írland hafnađi Lissabonsáttmálanum en var látiđ kjósa aftur. Ţá er ţađ ekki í samrćmi viđ frjálslynt lýđrćđi ađ koma í veg fyrir ađ ţjóđir kjósi um um sáttmála eins og ţann sem kenndur er viđ Lissabon og stýrir verklagi Evrópusambandsins. Sum ESB-ríki eru heldur ekki fyrirmyndarríki lýđrćđis, t.d. Ungverjaland. Ítalía, međan Berlusconi naut viđ, var međ fjölmiđlakerfi áţekkt ţví rússneska.

Lýđrćđi er rekiđ međ ólíkum hćtti á ólíkum stöđum. Ţađ gildir bćđi um Vestur-Evrópu innbyrđis og í samanburđi milli fjarlćgari lýđrćđisríkja.

Tilraun Rasmussen til ađ klćđa hefđbundiđ valdaskak stórvelda í siđgćđisbúning er ekki trúverđug.

 


Sálin hans Páls

Páll Skúlason er látinn. Páll stundađi heimspeki í landi međ skamma hefđ fyrir ţeim frćđum sem Forn-Grikkir grundvölluđu. Heimspeki má bćđi nota til ađ rýna og rífa niđur kennisetningar sem og til ađ auka skilning mannsins á sjálfum sér og eftirsóknarverđu samfélagi. Páli var seinni tegund heimspekinnar tamari, ađ byggja upp.

Í kennslu tók hann dćmi af öđrum frumkvöđli mennta og frćđa, Sigurjóni Björnssyni, sálfrćđingi, sem nýkominn úr námi fékk spurninguna ,,hvađ er sál?". Sigurjóni vafđist tunga um tönn og gárungarnir skeyttu á hann milliheitinu ,,sálarlausi." Enginn efast um sálina, sagđi Páll, ţótt viđ getum ekki auđveldlega skilgreint hana. Sama gildir um heimspeki.

Páli var heimspeki meira en frćđigrein. Hún var lífsháttur. Ţegar hann hitti gamla nemendur spurđi hann ,,hvađ ertu ađ lesa?" til ađ fá pćlingu sem gćti orđiđ upphaf samrćđu.

Sálin hans Páls er orđinn hluti eilífđarumrćđunnar.

Blessuđ sé minning Páls Skúlasonar.  


Lorca var drepinn af mönnum Franco

Spćnska skáldiđ Federico García Lorca var tekiđ af lífi án dóms og laga í upphafi spćnsku borgarastyrjaldarinnar. Leynd hefur veriđ um örlög Lorca en nú hafa opinber skjöl, sem tekin voru saman á sjöunda áratug aldarinnar, sýnt fram á ađ fasistar, sem hershöfđinginn Franco leiddi, handtóku Lorca og tóku af lífi.

Guardian birtir frásögn af gögnunum sem voru tekin saman af lögregluyfirvöldum í Granada á sínum tíma.

Lorca var höfundur leikritanna Blóđbrúđkaups og Hún Bernhörđu Alba. Hann var sósíalisti og studdi spćnska lýđveldiđ sem fasistar steyptu.

Lengi var ţráttađ um kringumstćđur ţess ađ Lorca var drepinn og látiđ ađ ţví liggja ađ hann hafi falliđ í átökum. Ćvisagnaritari Lorca segir gögnin, sem nú liggja frammi, sýna svo ekki verđi um villst ađ fasistar handtóku Lorca og myrtu.


Bloggfćrslur 24. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband