Hamingjan er valdleysi vinstriflokka

Eftir að þjóðin eftirminnilega hafnaði forsjá vinstriflokkanna, í kosningum til alþingis vorið 2013, gengur okkur flest í hag.

Ham­ingja þjóða er ákvörðuð út­frá ýms­um þátt­um. Meðal ann­ars er hún met­in út­frá vergri þjóðarfram­leiðslu, fé­lags­leg­um stuðningi, lífs­lík­um, ein­stak­lings­frelsi, gjaf­mildi og upp­lif­un af spill­ingu.

Fullvalda Ísland utan Evrópusambandsins með vinstriflokkana í eilífri stjórnarandstöðu er uppskriftin að hamingjusamri þjóð.

Sameinuðu þjóðirnar staðfesta niðurstöðuna.


mbl.is Ísland næstbest í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðmenningin á Íslandi og Englandi - og efinn

Sumardagurinn fyrsti ætti að vera dagur íslenskrar þjóðmenningar enda standa rök til þess að dagurinn sé séríslenskur.

Sumardaginn fyrsta ber í ár upp á dag heilags Georgs sem er þjóðhátíðardagur Englendinga. Georg var ekki enskur heldur rómverskur hermaður. Englendingar eru ekkert allof vissir í sinni sök, hvort við hæfi sé að halda upp á þennan dag þótt hefð sé fyrir hátíðarhaldi.

Efinn á Englandi brýst t.d. fram í upprifjun á ,,enskum" fyrirbærum sem ekki eru ensk, þegar að er gáð.

Þjóðmenning er stórt hugtak með óræða skilgreiningu. Við vitum að til er eitthvað sem heitir þjóðmenning og hún er tákngerð á ýmsa vegu, t.d. með fjallkonunni íslensku. En það er ekki til tæmandi lýsing á þjóðmenningu, - hvorki íslenskri né enskri.

Gleðilegt sumar.


mbl.is Skátar fagna sumri víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi atvinnurekenda og launakerfið í landinu

Verkalýðsfélög á Húsavík og á Akranesi segja fyrirtæki bíða í röðum eftir því að gera kjarasamninga. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það valda glundroða ef fyrirtæki semji framhjá SA.

Orð Þorsteins endurspegla sósíalískan hugsunarhátt um að kjarasamningar skuli miðstýrðir, annars sé hætta á upplausn á vinnumarkaði þar sem hver launahöndin verði upp á móti annarri. Í sjálfu sér er vel mögulegt nokkuð sé til í þessari þjóðfélagsgreiningu Þorsteins.

Tvö atriði verður þó að hafa í huga. Í fyrsta lagi að kjarasamingar SA og verkalýðshreyfingarinnar eru um lágmarkslaun. Mörg fyrirtæki borga langt umfram lágmarkslaun. Í öðru lagi er þess að gæta að launakerfið í landinu eru alls ekki nógu gagnsætt. Hvergi er að finna upplýsingar og ekki heldur rök fyrir að tiltekið starf gefi svo og svo mikið í laun.

Við þurfum umræðu um launakerfið í landinu um hvað hver störf eiga að skila launafólki. Líklega kæmumst við ekki að endanlegri niðurstöðu en upplýsingarnar sem kæmu fram, um hvernig launakerfið í landinu er í raun og veru, myndu vera til bóta fyrir alla viðkomandi. Varla er það svo að kjaraumræðan þoli ekki staðreyndir.


mbl.is 12 fyrirtæki komin á listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband