Viðskiptaráð: Samfylkingin elur á óvild í samfélaginu

Samfylking er ekki flokkur sátta og samstöðu heldur óvildar og sundurlyndis. Viðskiptaráð segir í tilkynningu um ályktun Samfylkingarinnar:

Auk fjölmargra rangfærslna er orðalag ályktunarinnar á þann veg að alið er á óvild og þannig dregið úr líkum á lausn kjaradeilna.

Samfylkingin vinnur skipulega gegn samfélagsfriðnum og nýtir hvert tækifæri til að kveikja ófriðarbál og talar af vanþekkingu um kjaramál, líkt og rakið er í frétt Viðskiptaráðs. Engu er fylkt saman í Samfylkingu heldur leiðir þar heimskur hatursfullan.


mbl.is Saka Samfylkinguna um rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða fólkið, Útvarp Saga og minnsti minnihlutinn

Góða fólkið amast við Útvarpi Sögu og finnst fjölmiðillinn ekki fylgja nógu vel pólitískum rétttrúnaði.

Mótmælin eru undir formerkjum samúðar með minnihlutahópum.

Minnsti minnihlutinn er einstaklingurinn. Góða fólkið vill meina einstaklingum málfrelsi. Sá sem hugsar upphátt gæti komist í andstöðu við handhafa réttra skoðana.

Réttar skoðanir, sem þola ekki umræðu, hljóta að vera rangar.


mbl.is Mótmæla „hatursorðræðu Útvarps Sögu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða, líkt og laun, er lífskjör

Launakjör á Íslandi eru á hraðri uppleið og munu allir njóta góðs af. Að sama skapi munum við öll skaðast af kjarasamningum sem ekki er innistæða fyrir. Slíkir samningar vita á verðbólgu með tilheyrandi kollsteypu.

Enginn í ábyrgðastöðu boðar ósjálfbærar launahækkanir. En sumir, sem búa við hvað bestu lífkjörin, telja sig ekki þurfa að sýna samfélagslega samstöðu og skenkja sér og sínum launahækkanir sem yllu efnahagslegum óstöðugleika ef allir nytu.

Frétt af stjórnarmönnum tryggingafélags sem afsala sér hækkun launa vegna umræðunnar um aðstöðumun ólíkra þjóðfélagshópa er kannski VÍSbending um að skilningar sé fyrir hversdagslegum sannindum, sem svo auðvelt er að gleyma, að samstaða er hluti lífskjara okkar, ekki síður en launin.

 


mbl.is Afsala sér 75% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grár köttur Steingríms J.

Í bók Björns Jóns Bragasonar, Bylting og hvað svo?, segir frá því á bls. 104 að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi litt leyft þingmönnum Vinstri grænna að fylgjast með samningum við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna.

Lilju Mósesdóttur, sem kann sitthvað fyrir sér í hagfræði, var skipulega haldið utan við samningana enda fór svo að hún hrökklaðist úr flokknum. Þórólfur Matthíasson prófessor var aftur á móti í náðinni hjá Steingrími J. og ,,,,eins og grár köttur" í fjármálaráðuneytinu".

Liður í uppgjöri við erlendu kröfuhafana var Icesave, sem í grunninn var skuld einkabanka en erlendu kröfuhafarnir heimtuðu að almenningur á Íslandi axlaði ábyrgð á.

Grái kötturinn Þórólfur Matthíasson prófessor gekk fram af bjargbrúinni í hagsmunavörslu fyrir útlendu kröfuhafana, eins og sjá má í þessari frétt af Stöð 2.

Gráir kettir og dómgreind eru sitt hvað.


Bloggfærslur 22. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband