ESB breytir reglum vegna ónýtu ESB-umsóknarinnar

Evrópusambandið verður að breyta verkferlum sínum vegna umboðslausu ESB-umsóknarinnar sem Samfylking og Vinstri grænir sendu frá Íslandi 16. júlí 2009. Í fundargerð ráðherraráðsins er sagt að

,,ráðið taki mið af íslenskri stöðu mála og muni gera breytingar á vinnulagi ráðherraráðsins vegna aðlögunarferlisins inn í ESB." (The Council, taking note of the Icelandic position, will consider certain further practical adjustments to the EU Council working procedures on the EU accession negotiations.)
 
Evrópusambandið er ekki vant því að þjóðir geri bjölluat í Brussel með því að henda inn umsókn sem engin alvara er á bakvið. En einmitt það gerðu Samfylking og Vinstri grænir sumarið 2009.

mbl.is ESB bregst við bréfi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing var ríki í ríkinu

Til eru frásagnir af því þegar starfsfólk Fjármálaeftirlitsins var kallað inn á teppið hjá úrrásarböknum og gert að hlýða á fyrirlestra lögfræðinga um að mannréttindaákvæði vernduðu banka fyrir aðhaldi opinberra stofnana.

Veldi Kaupþings var slíkt fyrir hrun að utanríkisstefna landsins skyldi þjóna bankanum undir formerkjunum, Gott fyrir Kaupþing, gott fyrir Ísland.

Þegar Kaupþingsmaður kvartar núna undan því að ríkisvaldið hafi í fullu tré við bankaveldið þá er það af eftirsjá eftir horfnum tíma, - sem vonandi kemur aldrei aftur.


mbl.is „Búinn að ákæra þig fyrir brot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan lögfest; landið á milli kommúnisma og nasisma

Menningarráðneytið útbýr lög sem varðveita minningu þeirra gáfu líf sitt þjóðfrelsinu. Í opinberri tilkynningu er lagapakkinn í senn kenndur við afkommúnistavæðingu og sigur yfir nasistum.

Landið er Úkraína og lögin eiga að skjóta stoðum undir úkraínska þjóðerniskennd, sem liggur einhvers staðar á milli kommúnista og nasisma, samkvæmt útlistun menningarráðuneytisins.

Guardian fjallar um þessa lögfestingu sögunnar, sem m.a. felur í sér bann á kommúnískum og nasískum táknum. Ennfremur er bannað afneita ,,glæpsamlegu eðli kommúnistastjórnarinnar 1917-1991."

Sögulögfesting tekur til heita á sögulegum atburðum. Rússar nefna stríðið 1939 til 1945 stóra föðurlandsstríðið og tíðkaðist það heiti í Úkraínu á dögum kommúnistastjórnarinnar. En nú skal það heita seinni heimsstyrjöld, upp á evrópska vísu.

Lögboðin saga tíðkast almennt í alræðisríkjum kommúnisma og fasista. Vegferð Úkraínu sýnir inngróna aðferðafræði yfirvaldsins sem ákveður hvaða söguskoðun skuli gilda. Hugmyndir frönsku byltingarinnar eru ekki rótfastar þarna austur frá.

Úkraína er á milli áhrifasvæða Evrópusambandsins, en þar átti fasisminn upptök sín, og Rússlands þar sem kommúnisminn réð ríkjum þrjá fjórðu hluta síðustu aldar.

Lögin sem staðsetja Úkraínu milli öfganna skortir það sem brýn eftirspurn er eftir í Austur-Evrópu en lítið framboð: raunsæi.


Lágmarkslaun, hámarkslaun og góðærið á landsbyggðinni

Á almenna vinnumarkaðnum er samið um lágmarkslaun. Það þýðir að skráðir launataxtar segja ekki nema hluta sögunnar um þau laun sem í boði eru. Þegar nær ekkert atvinnuleysi er í landinu eiga launþegar auðvelt með að semja um laun fyrir ofan taxta.

Útgjaldalítið er fyrir fyrirtæki að hækka kauptaxta þannig að þeir nálgist þau laun sem raunverulega eru greidd.

Á opinberum vinnumarkaði er á hinn bóginn samið um hámarkslaun. Þar gildir launataflan og lítið hægt að hreyfa sig frá henni, þótt smugur séu hér og þar, t.d. að greiða fyrir óunna yfirvinnu.

En það er tímanna tákn að verkalýðshreyfingin á landsbyggðinni ætlar að ríða á vaðið eð nýja kjarasamninga í verkfallsátökum sem litu út fyrir að vera óleysanleg.

Góðærið er á landsbyggðinni.


mbl.is Vilja semja við Framsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband