Pólverjinn, múslíminn og hlutdeild í samfélagi

Einstaklingur sem brýtur gegn samfélaginu brýtur í leiðinni gegn sjálfum sér og sínum - að þvi gefnu að hann eigi hlutdeild í samfélaginu. Sá sem á hlutdeild í samfélagi á fjölskyldu og vini nærri sér. Hneigð til glæpa fær skorður við þessa hlutdeild.

Múslímarnir sem vörpuðu kristnum fyrir borð á Miðjarðarhafi áttu ekki samfélag við þá. Pólverjinn sem myrti frönsku stúlkuna átti ekki hlutdeild í samfélagi Franka.

Hlutdeild í samfélagi kemur ekki í veg fyrir glæpi; Íslendingar eru í meirihluta í íslenskum fangelsum. En hlutdeild í samfélagi hækkar glæpahneigð þröskuldinn enda fremja menn síður glæpi gegn sjálfum sér.


mbl.is Hvernig getur svona gerst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfingin á VÍS - 75% launahækkun takk fyrir

Í gegnum lífeyrissjóðina á verkalýðshreyfingin VÍS en þar voru laun stjórnarmanna hækkuð um 75 prósent. Samkvæmt hlutahafalista VÍS eru helstu eigendur Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður og lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

Verkalýðshreyfingin verður að tileinka sér samkvæmni í afstöðu sinni til kjaramála. Það tekur ekki tali að stjórnir og forstjórar fyrirtækja verkalýðshreyfingarinnar maki krókinn og fái fáránlegar kjarabætur en mæti síðan hjá Samtökum atvinnulífsins og tali í umboði lífeyrissjóða verkalýðshreyfingarinnar um nauðsyn hóflegra kjarasamninga.

Verkalýðshreyfingin getur ekki sagt pass í mótun kjarastefnu fyrir samfélagið allt, og verður að láta af meðvirkni með forstjóraveldinu og stjórnum fyrirtækja.


mbl.is Stjórn VÍS fékk 75% hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkfallsútvarpi RÚV haldið opnu

RÚV leikur lykilhlutverk í samfélagslegum óvinafagnaði, einkum og sérstaklega þegar herja skal á ríkisstjórnina.

Verkalýðsforystan gengur svo frá málum að verkfallsútvarp RÚV þagni ekki núna þegar ríður á að hræða landsstjórnina til ósjálfbærra samninga um launahækkun sem ekki er innistæða fyrir.

Fréttastofa RÚV launar greiðann og birtir okkur hverja heimsendafréttina á fætur annarri um verkfallalamað samfélag. 


mbl.is Samið við tæknimenn RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landnámið og blæbrigðin

Ef merki um kristna búsetu í hellum við landnám á 9. öld eru staðfest er líklegt að blæbrigði bætast við landámssöguna. Meginatriði landáms norrænna manna á Íslandi standa vitanlega óhrakin enda byggja þau á margvíslegri vitneskju ritaðra heimilda og leifa.

Útþensla norrænna manna í vestur hófst um 800 þegar þeir herjuðu á Norður-England, Skotland og eyjurnar þar fyrir norðan. Áratugina þar á eftir verða þeir norrænu varir við Ísland, hvort heldur af eigin sæferðum eða annarra.

Landnámið er rökrétt framhald enda til fólk sem var orðið vant þeirri hugsun að taka sig upp og setjast að í nýjum heimkynnum þar sem lífshættir aðlöguðust aðstæðum.

Vel mögulegt er að fyrir í landinu hafi verið byggð þegar landnámsmenn bar að garði og það styðja frásagnir í Landnámu. En byggðin hefur verið strjál og veikburða og vikið fyrir bylgju norrænu landnámsmannanna.

Nestor íslenskra sagnfræðinga, Gunnar Karlsson, tók saman í haust þekkingu okkar á landnáminu og rakti í framhjáhlaupi þann heimilisbúskap, sem staðið hefur með blóma í hundrað ár, að setja fram tilgátur um landnám fyrir landnám.


mbl.is Segir Kverkhelli frá um 800
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband