200% bankabónusar og séríslenskir bankamenn

Í frétt Viðskiptablaðsins segir

Samkvæmt núgildandi reglum má hlutfall kaupauka ekki vera hærra en 25% af föstum árslaunum starfsmanns en í tilskipun ESB getur hlutfallið verið 100% af föstum starfskjörum auk þess sem hluthafafundi fjármálafyrirtækis er heimilt að hækka það upp í 200%. Ekki er gert ráð fyrir að hlutfallinu verði breytt í frumvarpinu.

Bankafólk er hvað hæstlaunaði launþegahópur á Íslandi. Bankar eru jafnframt í þeirri lykilstöðu að búa til peninga með útlánum og setja allt efnahagslífið í uppnám riði þeir til falls, líkt og gerðist í hruninu.

Rök bankamanna fyrir því að fá allt að 200 prósent bónus ofan á rífleg laun er að ekki megi setja ,,séríslenskar" reglur um kjaramál bankafólks.

Líklega vegna þess að séríslensku bankamennirnir eru svo eftirsóttir erlendis og það yrði samfélagsskaði að missa þá úr landi.

Eða þannig.

 

 


Framsóknarflokkurinn er lykilflokkur stjórnmálanna

Framsóknarflokkurinn er að upplagi félagslega sinnaður hægriflokkur og stendur sem slíkur jafn styrkum fótum í velferðarsamfélaginu og markaðshagkerfi.

Auk jafnvægis milli félagshyggju og einstaklingshyggju gætir Framsóknarflokkurinn að jafnvægi milli landsbyggðar og þéttbýlis og gerir það betur en aðrir flokkar.

Þrátt fyrir miðlæga stöðu á vettvangi stjórnmálanna verður ekki sagt um Framsóknarflokkinn að hann aðhyllist miðjumoð. Frá flokknum koma róttækar hugmyndir um skipan peningamála. Þegar rök standa til er Framsóknarflokkurinn tilbúinn í uppstokkun þótt eðli flokksins sé íhaldssamt.

Framsóknarflokkurinn leiðir sitjandi ríkisstjórn og gerir það með farsælum hætti sem er því eftirtektarverðara að forysta flokksins og þinglið er skipað ungu fólki sem á eftir að setja mark sitt á íslensk stjórnmál næstu áratugina.


mbl.is Tillögur Framsóknar til flokksþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband