5 þingmenn Samfylkingar hafna ESB-aðild

Össur Skarphéðinsson fyrrv. utanríkisráðherra fer fyrir fimm þingmönnum Samfylkingar sem vilja gera fríverslunarsamninga við ríki í Suðaustur-Asíu. Fríverslunarsamningar eru ósamrýmanlegir aðild að Evrópusambandinu enda gerir ESB slíka samninga fyrir hönd aðildarþjóða.

Össur og félagarnir hans fjórir út Samfylkingunni gefa út þá yfirlýsingu, með því að leggja fram þingsályktun um fríverslun við ASEAN-ríkin, að Ísland sé ekki á leiðinni í Evrópusambandið.

Síðast þegar að var gáð var Samfylkingin með það á stefnuskrá sinni að Ísland ætti að verða aðili að ESB.

Þessi mótsagnakenndi málflutningur Samfylkingar annars vegar og hins vegar þingmanna flokksins er óboðlegur.

Samfylkingin, líkt og aðrir stjórnmálaflokkar á alþingi, er á framfæri almennings. Þá eru þingmenn flokksins á launum úr ríkissjóði. Það er óviðunandi að stjórnmálaöfl sem þiggja opinbera framfærslu hagi sér með þeim hætti sem Samfylkingin og þingmenn flokksins eru uppvísir að í þessu máli.


mbl.is Vilja fríverslunarsamning við ASEAN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðgun fær minna vægi í Hæstarétti

Langflest mál er varða ærumeiðingar eru vegna fólks sem er í valda- og áhrifastöðum í samfélaginu. Fólk í slíkum stöðum er gjarnan í metingi um stöðu sína í samanburði við aðra.

Metingurinn fer einkum fram í fjölmiðlum. Þegar fólk af þessu tagi fékk umfjöllun í fjölmiðlum, sem því var ekki að skapi, gat það til skamms tíma tekið móðgunina fyrir dóm og fengið bætur.

Dómavenja á seinni árum takmarkar möguleika fólks til að rukka fyrir móðganir.


mbl.is Reynir og DV sýknað af ærumeiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðpeningakerfi Frosta í Telegraph

Breska dagblaðið Telegraph segir frá skýrslu Frosta Sigurjónssonar um þjóðpeningahagkerfið og hvernig það kæmi í veg fyrir kreppu og sóun sem jafnan fylgir brotaforðakerfinu.

Brotaforðakerfið, sem við búum við í dag, leyfir einkabönkum að búa til peninga í formi útlána. Reynslan sýnir að bankar þjóna illa samfélagslegum hagsmunum með því að þeir ýkja hagsveiflur. Á tímum þenslu auka bankar útlán, þ.e. búa til peninga, og blása lofti í blöðruhagkerfið. Þegar blaðran springur kippa bankar að sér hendinni og dýpka þar með kreppuna sem kemur í kjölfar þess að eignir falla í verði og atvinna minnkar.

Brotaforðakerfið er hagstjórnarfyrirkomulag frá miðöldum og syndsamlega vont fyrir almannahag. Þjóðpeningakerfi Frosta, sem hann staðfærir úr erlendri umræðu, byggir á því rökrétta innsæi að peningar eru aðferð samfélagsins til að miðla verðmætum. Og þegar viðskiptabankar eru í þeirri stöðu að búa til verðmæti, með útlánum, þá fylgir því sóun - að ekki sé sagt siðleysi.

Þjóðpeningakerfið gerir ráð fyrir að samfélagið sjálft, í gegnum seðlabanka og þing, búi til þá peninga sem þarf til að miðla verðmætum samfélagins. Peningamagnið ræðst ekki af spákaupmennsku heldur yfirveguðu mati.

Þjóðpeningakerfið hefur hvergi verið reynt og þegar af þeim sökum er hvergi nærri sjálfsagt að það reynist vel í framkvæmd. Þjóðpeningahagkerfi gæti t.d. falið í sér stöðnun þar sem dýnamískt samband tilraunastarfsemi í atvinnulífinu við spákaupmennsku er rofið. Sóun myndi minnka og kreppur hjaðna en kannski á kostnað framþróunar, sem í kapítalísku samfélagi verður ekki stunduð nema með skapandi eyðileggingu.

Tíminn vinnur með Frosta og þjóðpeningakerfinu. Stórfellt tilraunastarf stærstu seðlabanka heims, t.d. þess bandaríska, evrópska, japanska og kínverska, að prenta peninga og lána þá á núllvöxtum mun grafa undan trúverðugleika brotaforðakerfisins.

Eftirspurn verður eftir peningakerfi sem ekki eykur efnahagslegt misrétti, veldur ekki kreppu og byggir ekki á miðaldahagspeki. Þjóðpeningahagkerfið er tvímælalaust umræðunnar virði.

 


mbl.is Eins og að nota fallbyssu á rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband