Jón Gnarr með jesúkomplex

Jón Gnarr skrifar grein og segir

Grunngildi okkar eru þau sömu. Og þá verða yfirsjónir og afglöp annarra skiljanlegri og ásættanlegri. 

Það verður tilgangslaust að dæma aðra. Fólk hættir að fara í taugarnar á manni og maður á engan óvin í nokkurri manneskju því um leið og maður elskar sjálfan sig þá elskar maður aðra því allir aðrir eru hluti af manni sjálfum. Og maður lærir að fyrirgefa svo aðrir hafi ekki óþarflega mikla stjórn á lífi manns og líðan.

Jón gerir sig betur sem brandarakarl en sjálfmiðaður mannkynsfrelsari.

 


Vg ekki hugsjónaflokkur, heldur huglaus flokkur

Vg seldi Samfylkingunni frumburðarrétt sinn 16. júlí 2009 þegar þingmenn flokksins, þar á meðal núverandi formaður, samþykktu ESB-umsókn Össurar Skarphéðinssonar þvert á stefnu flokksins og nýgefin kosningaloforð.

Vg er flokkur hugleysingja sem ekki þora að horfast í augu við 16. júlí-svikin og reyna að sópa þeim undir teppið.

Evrópa brennur og Ísland er með umsókn um aðild að þeirri brennu vegna stuðnings Vg við ESB-umsóknina. Og hvað gerir Vg? Jú, flokkurinn er ekki með Evrópumál á dagskrá sinni.

Engin eftirspurn er eftir huglausum flokkum eins og Vg.


mbl.is VG stimplaðir sem „á móti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa teiknuð upp á nýtt

Rússum verður ekki leyft að teikna Evrópu upp á nýtt, er haft eftir Joe Biden, vara­for­seta  Banda­ríkj­anna. En Evrópusambandið er einmitt að teikna álfuna upp á nýtt með því að leggja Úkraínu undir áhrifasvæði sitt.

Úkraína var hluti Sovétríkjanna eftir seinna stríð. Með upplausn kommúnismans, sem sameinaði Þýskaland, bjó til ný þjóðríki í Austur-Evrópu og frelsaði önnur undan oki dauðrar hugmyndafræði, komust valdahlutföll álfunnar í uppnám.

Evrópusambandið með Nato sem hernaðarvæng víkkuðu út áhrifasvæði sitt í austur og innbyrtu Eystrasaltsríkin, Pólland, Rúmeníu og Búlgaríu. Rússum stafaði ógn af þessari útþenslu og létu vesturlönd vita skýrt og ákveðið að öryggishagsmunum Rússlands væri ógnað með útþenslu ESB og Nato í austur.

John J. Mearsheimer rekur útþenslu ESB/Nato skilmerkilega í grein í Foreign Affairs og leggur ábyrðina á Úkraínudeilunni alfarið á herðar vesturveldanna.

Evrópa er í stríði í Úkraínu, skrifar fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer. Þegar sambandssinnar eins og Fischer nota orðið ,,Evrópa" eiga þeir við Evrópusambandið.

Úkraína var leið Napoleóns og Hitler inn í Rússland á tveim síðustu öldum. Engin rússnesk stjórnvöld gætu liðið að Úkraína yrði ESB/Nato-ríki með þeirri ógn sem sú staða yrði fyrir öryggishagsmuni Rússa.

Evrópusambandið er hallt undir landvinninga í austri enda vegur það upp á móti upplausnarástandinu innan landamæra ESB þar sem evru-kreppan klýfur samstöðuna. Í augum manna eins og Fischer og ýmissa álitsgjafa er vandamálið á hinn bóginn Pútin og hann gerður að hálfgerðum brjálæðingi.

Ófriðurinn í Evrópu verður ekki leystur í bráð. Deila ESB/Nato við Rússa í Úkraínu verður báðum aðilum dýrkeypt. Þjóðverjar eru óðum að átta sig á því að vopnavæðing úkraínskra stjórnvalda leysir ekki vandann heldur eykur hann.

Evrópusambandið er í Úkraínu komið út í ófæru sem mun hvorttveggja í senn stöðva framrásina í austur og eins hitt að magna upp vandamálin heima fyrir. Grikkir verða ekki þeir einu sem notfæra sér veikleikana sem Evrópusambandið sýnir í Úkraínudeilunni.

 


mbl.is Áttu „uppbyggilegan“ fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband