Gyðingahatur á Íslandi og vanþekking á helförinni

Ísland sker sig úr í vanþekkingu á helför nasista á hendur gyðingum í seinna stríði, skrifar Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og vitnar í skýrslu UNESCO.

Íslendingar búa að lítilli reynslu í umgengni við gyðinga. Hér er varla hægt að tala um samfélag gyðinga enda fáir þeirrar trúar hérlendis.

Á hinn bóginn er orðræðan um samskipti Ísrael og Palestínumanna sneisafull af gyðingahatri.

Hatur og heimska fylgjast oft að.


Ófriðurinn í Evrópu magnast

Rússar gætu herjað á Eystrasaltslöndin til að kanna þolmmörk Vestur-Evrópu, segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Nato, Anders Fogh Rasmussen. Rússar telja sig umkringda ESB og Nato og ætla ekki að gefa tommu eftir í Úkraínu enda er þar barist um stórt ríki á mörkum áhrifasvæða Evrópusambandsins og Rússlands.

Innanríkismál Evrópusambandsins veikja samstöðuna gegn Rússum. Nýir valdhafar í Grikklandi gefa til kynna að þeir muni leggjast á sveif með Rússum fái Grikkir ekki stórfelldan afslátt af skuldum sínum. Forseti Úkraínu nánast grátbiður Grikki að sýna ESB samstöðu.

Úkraína er ónýtt ríki þar sem spilling tröllríður samfélaginu og djúp gjá er staðfest milli vesturhluta landsins, sem hallar sér að ESB, og austurhluta sem hneigist til Rússa.

Ófriður á landamærum Evrópusambandsins og deilur milli evru-ríkja eru upphaf að endurskilgreiningu á valdahlutföllum í álfunni. Slíkar endurskilgreiningar kalla oftar en ekki á stríð.


mbl.is Reyna að fá Pútín til að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarástand í Danmörku vegna evru

Danskir stýrivextir eru mínus 0,75 prósent, nýjasta lækkunin er sú fjórða á 18 dögum. Þetta þýðir að danski seðlabankinn tekur refsivexti af þeim sem geyma peninga hjá bankanum.

Danska krónan er fasttengd evrunni en gengi hennar fellur dag frá degi vegna áforma Seðlabanka Evrópu að prenta peninga til að forða efnahagskerfinu frá verðhjöðnun. Verðfall evru leiðir til stórfelldra innkaupa á dönskum krónum sem þrýstir gengi krónunnar upp á við.

Danskir refsivextir eiga að hamla á móti styrkingu dönsku krónunnar enda gæti sterk króna orðið útflutningi Dana erfið. Danski seðlabankinn kaupir ógrynni gjaldeyris til að vega upp á móti krónukaupum fjárfesta sem veðja á styrkingu krónunnar.

Allar líkur eru á að eins fari fyrir Danmörku og Sviss sem var í sömu sporum fyrir nokkrum vikum og varð að hætta við fasttengingu svissneska frankans við evruna. Svissneski seðlabankinn tapaði ótöldum milljörðum í tilraunum að vinna gegn hörmungaráhrifum evrunnar.


mbl.is Vextirnir lækkaðir í fjórða sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband