Hótel mamma og pabbi banki

Ungt fólk dvelur lengur heima hjá sér, á hótel mömmu; þegar það kaupir sína fyrstu íbúð leggja foreldrar út hluta útborgunarinnar.

Að sumu leyti er þetta rökrétt. Ungt fólk tekur sér lengri tíma að fullorðnast, það er unglingar fram undir þrítugt, og foreldrar þeirra eiga oft og á tíðum rúmgóðar fasteignir. Þá umbunar launakerfið reynslu og menntun, sem þýðir að þeir eldri eru í betri þénustu en þeir yngri.

Þegar stjórnmálamenn segjast ætla að grípa í taumana á húsnæðismarkaðnum er rétt að staldra við og spyrja hvort við færum þá ekki úr öskunni í eldinn.


mbl.is Nauðsynlegt að breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum verkföll til að stöðva þenslu

Hagvöxtur yfir 4% er þensla sem er hættuleg enda skapar hún ójafnvægi milli framleiðsluþátta í hagkerfinu. Þegar er farið að bera á þenslueinkennum s.s. í eignabólu á fasteignamarkaði.

Til að slá á óæskilega þenslu væri gott að fá verkföll, helst allsherjarverkfall í einn eða tvo mánuði, til að kæla hagkerfið.

Ríkisstjórnin ætti að leggja sig fram um auka líkurnar á verkföllum með því að segja ASÍ að éta það sem úti frýs þegar Gylfi og félagar koma með kröfur á ríkissjóð að redda peningum svo að fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna, t.d. Hagar, geti áfram borgað smánarlaun.

Verkföll myndu slá á ósjálfbæran hagvöxt í tæka tíð og stuðla að jafnvægi í hagkerfinu.


mbl.is Spá 4¼% hagvexti í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umræða í sex ár: Nei-ið alltaf yfir

Látlaus umræða um ESB-aðild Íslands verður sex ára í sumar þegar afmælis umboðslausu umsóknar Samfylkingar verður minnst með aulahrolli. Þennan tíma eru andstæðingar aðildar Íslands ávallt með meirihluta þjóðarinnar með sér.

ESB-sinnar stunduðu blekkingar frá upphafi til að vinna umsókninni fylgi. Reynt var að telja þjóðinni trú um að óskuldbindandi viðræður við ESB væri í boði. Svo er ekki, aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aölögunar. ESB útskýrir hvað aðlögun felur í sér

Hugtakið ,,viðræður" getur verið misvísandi. Aðildarviðræður eru með áherslu á skilyrði og tímasetningar á því hvernig umsóknarríki aðlagar sig að reglum ESB - sem telja 100 þúsund blaðsíður. Og þessar reglur (einnig kallaðar acquis, sem er franska og þýðir ,,það sem hefur verið samþykkt) er ekki hægt að semja um.

Löngu tímabært er að horfast í augu við kaldan pólitískan veruleika ESB-umræðunnar og afturkalla umboðslausu umsóknina.

 


mbl.is Meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband