Illugi til formennsku í Samfylkingu, Helgi hræddur

Illugi Jökulsson kannar stuðning við formannsframboð í Samfylkingunni en sitjandi formaður, Árni Páll Árnason, þykir ekki gera sig. Egill Helgason og Gunnar Smári Egilsson eru áhugasamir um framboð Illuga sem kynnti hugmyndina með færslu á fésinu.

Fésbókarsíða er komin í loftið til að kanna stuðning við framboðið. Þar segir

Þegar Illugi hefur látið undan þrýstingi fjöldans munu hér birtast hvatning hans {til] Samfylkingarfólks og stefnan út úr ógöngum flokks og þjóðar.

Þingmenn Samfylkingarinnar eru í erfiðri stöðu enda stendur flokkurinn illa og líklegt að þingsætum fækki í næstu kosningum. Helgi Hjörvar er þegar farinn að bera í víurnar í óstofnaðan hægriflokk Benedikt Jóhannessonar.

Samfylkingin er þreyttur flokkur enda endurnýjaðist þingmannaliðið ekkert í síðustu kosningum sem skiluðu flokknum 12,9 prósent fylgi.

Illugi Jökulsson er duglegur að smala fólki á Austurvöll til að mótmæla hinu og þessu og gæti þótt heppilegur í fylgissmölun ógæfusama aldamótaflokksins.


Helgi Hjörvar óskar inngöngu í Viðreisn

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar óskar sér nýs hægriflokks til að berjast fyrir ESB-aðild Íslands. Skilaboð Helga eru að Samfylkingin (12,9%) klúðraði málinu og nú sé komið að hægriflokki að reyna sig.

Helga liggur svo á að hann er tilbúinn stofna þingflokk ESB-sinna þótt enginn sé enn stjórnmálaflokkurinn enda Benedikt Jóhannesson ekki búinn að stofa Viðreisn þótt lógóið sé komið.

Þrjá þingmenn þarf í þingflokk, eins og Helgi veit. Útspilinu er beint að Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Vilhjálmi Bjarnasyni þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem gera reglulega ESB-gælur.  


mbl.is Alþjóðasinnaðir hægrimenn heimilislausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þríeykið dautt á 45 sek.; Pútín gæti fengið neitunarvald í Brussel

Yanis Varoufakis fjármálaráðherra Grikkja drap þríeykið (Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, Evrópska Seðlabankann og ESB) sem stjórnar leiðangri Grikkja til sjálfshjálpar úr efnahagshruni. Drápið náðist á ræmu og tók ekki nema 45 sekúndur.

Leiftursókn fjármálaráðherra Grikkja, ásamt Tsipras forsætisráðeherra, skorar stórt í umræðunni. Félagarnir er búnir að króa af Angelu Merkel kanslara sem neitar Grikkjum afskrift af lánum sem þeir geta ekki borgað. Í Telegraph segir að Merkel verði að gefa eftir.

Münchau í Spiegel gengur enn lengra og segir ef Merkel hrindi Grikkjum í faðm Rússa þá verði Pútin kominn með neitunarvald í Evrópusambandinu enda væru landsmenn Sókratesar þá orðnir að strengjabrúðum trúbræðra sinna í austri.

Öll Evrópa er í uppnámi vegna þess að tíu milljón manna þjóð tekur evruna í gíslingu. Sannarlega er það rétt að evran er pólitískt verkfæri - að því er virðist til sjálfstortímingar Evrópusambandsins.


mbl.is Vill samkomulag fyrir lok maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfing Árna Páls; Vg eina huggunin

Samfylkingin hlaut ömurlega kosningu undir forystu Árna Páls Árnasonar 2013, eða 12,9%. Samfylkingin ætti að vera með um 30% fylgi miðað við hvernig til var stofnað um aldamótin.

Daginn sem Árni Páll tilkynnti áform sín um endurkjör fékk hann þær fréttir að Samfylkingin stæði í 18 prósent fylgi og væri í tapferli. Eina huggun Árna Páls og félaga er að Vg stendur enn verr með 11 prósent fylgi.

Vinstriflokkarnir ná ekki til fólks. Píratar eru á hinn bóginn á flugi enda öðruvísi og ábyrgðarlausir.

Samfylking og Vg eru gagnkvæmt útilokandi flokkar, nema í undantekningatilfellum, eins og rétt eftir hrun. Eina leið Samfylkingar til að stækka er með aukinni hægripólitík en þá lekur vinstrafylgið yfir til Vg. Og ef Vg reynir að efla sig með aukinni róttækni flýja hófsamir til Samfylkingar. Gagnkvæm gíslataka vinstriflokkanna á fylgi hvors flokks er leiðarstef í sögu þeirra.

Einkennisorð Samfylkingar og Vg eru: sælt er sameiginlegt skipbrot.


mbl.is Árni Páll sækist eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband