Ríkisstjórnin styrkist, vinstrimenn veikjast

Ríkisstjórnin fær meir stuðning sem heild og ríkisstjórnarflokkarnir sækja í sig veðrið. Stærstu mál ríkisstjórnarinnar hingað til, s.s. leiðrétting á skuldum heimila, féll í kramið hjá þjóðinni og auk þess nýtur stjórnin þess að efnahagsástandið er með þokkalegasta móti, og stórfínt i samanburði við ömurleikann í Evrópu.

Þá hagnast ríkisstjórnin á því að meirihluti vinstrimanna í Reykjavík kann hvorki að reka grunnþjónustu, samanber ferðaþjónustu fatlaðra, né geta vinstrimenn haldið innviðum samfélagsins í lagi eins og glöggt má sjá af ástandi gatna í höfuðborginni.

Almenningar ber saman traust tök ríkisstjórnarinnar á stærstu málum landsstjórnarinnar við lausung og reiðileysi vinstrimanna í Reykjavík og dregur rökréttar ályktanir.


mbl.is 36,4% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkatúrismi unglinga

Ungu fólki af báðum kynjum sem ekki finnst nógu fútt í tilverunni skreppur til Ríki íslams að stunda stríð í smá tíma eða - í tilfelli stúlkna, sem ekki fá að berjast samkvæmt sharia - veita stríðsstrákum atlot.

Hryðjuverkatúrismi af þessari sort stafar af því að sumir unglingar greina ekki á milli fantasíu kvikmynda, áróðurs og tölvuleika annars vegar og hins vegar stríðsátaka.

Fullorðnir vita að stríð er dauðans alvara.


mbl.is Fyrsti Kóreubúinn í Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leppaviðskipti banka og lífeyrissjóða

Brynjar Harðarson viðurkennir sig lepp í viðskiptum Glitnis frá fyrir hrun. Leppar voru einatt notaðir í viðskiptum til að fela raunverulega eigendur. Eftir hrun yfirtóku bankar og lífeyrissjóðir að stórum hluta atvinnulífið.

Ýmsar ástæður eru fyrir því að bankar og lífeyrissjóðir vilja ekki beina aðkomu að viðskiptum og allar þær ástæður miða að því að blekkja, ýmist samkeppnisaðila, stjórnvöld eða almenning.

Nær engin umræða er um leppaviðskiptin, sem gefur til kynna að þau séu býsna útbreidd í atvinnulífinu og samstaða sé um að halda þeim innan vébanda viðskiptalífsins. Mafían starfar samkvæmt sömu lögmálum.

 


mbl.is Segist hafa verið leppur Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband