Reykjavík: ónýtar götur en atkvæðagreiðsla um gangstíga

Götur í Reykjavík minna æ meira á vegakerfi þriðja heimsins. Borgarstjórn vinstrimanna lætur sér það í léttu rúmi liggja og finnst mikilvægara að þrengja götur fyrir bílaumferð en að halda slitlaginu í lagi.

Forgangur vinstrimanna er auglýstur þessa dagana undir formerkjum hverfakosninga þar sem fólk fær að greiða atkvæði um gangstíga og leikvelli.

Fólk færi ekki að greiða atkvæði um göturnar, hvort þær eigi að vera holóttar eða í lagi. Vinstrimenn í ráðhúsinu eru búnir að ákveða að refsa þeim sem aka bíl með holóttum götum. Ekkert lýðræði þar.


Maður fær höfuðverk af hruni - vöggustofusamfélagið

Vöggustofusamfélagið birtist okkur í ýmsum myndum. Félagsráðgjafi segir okkur að hrunið valdi höfuðverk og streitu. Við vitum á hinn bóginn af reynslu að félagsleg samheldni, t.d. á vinnumarkaði, stórjókst eftir hrun.

Við urðum líka refsiglaðari og um tíma býsna dugleg að mótmæla á götum og torgum.

Tíminn fyrir hrun, kallaður útrás, var einnig uppspretta höfuðverkjar og streitu hjá mörgum sem fannst þeir missa af gullvagninum og geta ekki státað af sömu neyslu og nágranninn.

Langtímaáhrif hrunsins verða ekki mæld í höfuðverkjum og streitu einstaklinga heldur þeirri vöðvabólgu samfélagsins sem heitir pólitík.


mbl.is Fleiri með vöðvabólgu eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband