Egill Helgason ritstjóri Morgunblaðsins

Egill Helgason, fyrrum starfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Baugseiganda, var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins þegar honum tók að leiðast RÚV-tilvistin.

Egill, sem ekki er gefinn fyrir samsæriskenningar, lét verða sitt fyrsta verk sem ritstjóri að afneita ESB-áhuga og sór jafnframt af sér samfylkingarfortíðina.

Öllu ofanrituð færsla er bull í stíl Egils Helgasonar.


Netið: einokun, óhamingja og óréttlæti

Netið býr til einokunarrisa eins og Amazon, Google og Facebook, auðveldar einelti og hatursáróður og stuðlar að stórauknu óréttlæti með misskiptingu tekna.

Á þessa leið er greining bókarinnar The Internet Is Not The Answer eftir Andrew Keen, sem Daily Mail gerir skil.

Höfundurinn viðurkennir að ýmislegt jákvætt fylgi netinu en er harður á því að ókostirnir séu þyngri á metaskálunum.

Engu að síður: netið hverfur ekki. Spurningin er hvernig við notum það.

 


Grískt lýðræði gildir ekki í Þýskalandi

Grikkir kusu sér nýja ríkisstjórn til að binda endi á sex ára spennitreyju sparnaðar í ríkisrekstri og lamað efnahagslíf með 25 til 30 prósent atvinnuleysi.

Grískt lýðræði gildir á hinn bóginn ekki í Þýskalandi sem er stærsti lánadrottinn Grikkja og vill peningana sína tilbaka. ,,Grikkir verða að grafa sína pólitísku drauma," er haft eftir fjármálaráðherra Þýskalands.

Lýðræði Grikkja er einskins virði án fullveldis. Reglulegar betliferðir fjármálaráðherra Grikkja til Brussel auglýsa hvar fullveldi landsins er geymt. Grikkir skulda 175 prósent af þjóðarframleiðslu sinni og standa ekki undir afborgunum. Ef Grikkir væru fullvalda færu þeir í gjaldþrot og gætu byrjað endurbyggingu samfélagins með gjaldmiðil sem endurspeglaði grískan veruleika en ekki þýskan.

Eftir hálfan annan áratug með evru eru Grikkir vanir því að láta aðra borga fyrir sig reikninginn. Tapað fullveldi er glötuð sjálfsmynd og því fylgir algert ráðleysi.

Nú frá Grikkir tvo daga til að skrifa upp lista af sparnaðaraðgerðum sem nýkjörin ríkisstjórn lofaði að yrðu ekki á dagskrá.

Grikkir eru of aumir og kúgaðir til að gera eitthvað raunhæft í sínum málum. Kannski að evrópski seðlabankinn taki af þeim ómakið og hendi þeim út af evru-svæðinu. Sá þýski Spiegel, sem reynslan staðfestir að veit margt rétt, er með heimildir fyrir undirbúningi GREXIT.


mbl.is Þurfa að uppfylla ströng skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband