Danskir múslímar syrgja morðingja

Omar Abdel Hamid el-Hussein drap tvo friðsama, varnarlausa og saklausa menn með köldu blóði. El-Hussein er viðbjóðslegur morðingi sem ætti að husla á afviknum stað í ómerktri gröf.

Engu að síður fær hann 400 manna líkfylgd.

Hvað segir það okkur?


mbl.is Hundruð við jarðarför árásarmannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dani flýr múslímska fjölmenningarsamfélagið

Mikael Jalving heitir danskur blaðamaður og skrifaði grein sem norska ríkissjónvarpið birti. Í greininni er farið háðulegum orðum um uppgjöf Dana gagnvart fjölmenningarsamfélaginu þar sem listin má ekki móðga rétttrúaða og tjáningarfrelsið er samþykkt eins lengi og það meiðir ekki múslíma.

Lykilsetning í greininni er eftirfarandi:

Vi er alle svensker nå, det vil si multikulturalister med en ideologisk evne til å benekte eller fortie konflikter og spenninger i et samfunn på vei til indre oppløsning.

Jalving er með sérstaka sneið til samfylkingarfólks

Folk på venstrefløyen er blitt mer småborgerlige enn noen andre. Karl Marx hadde snudd seg i graven dersom han visste at religionskritikk er blitt tabu blant vår tids venstreorienterte.

Í lok greinar segist Jalving ekki nenna þessu múslímska fjölmenningarsamfélagi og kynnti sér flóttaleið til Ástralíu.

 


mbl.is Danir ætla að efla öryggislögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatrammar deilur kennara um kaup og kjör

Nýtt vinnumat framhaldsskólakennara mælir í fyrsta sinn vinnu kennara utan kennslustunda. Sumir kennarar, til dæmis þeir sem kenna íslensku, vinna verulega vinnu utan kennslu við undirbúning og yfirferð verkefna.

Aðrir kennarar, s.s. verknáms- og íþróttakennarar, vinna minna utan kennslustunda en þorri bóknámskennara. Óánægjuraddirnar koma einkum frá þessum hópi kennara sem í krafti aðstöðunnar eru oft með töluverða yfirvinnu.

Fyrir nokkrum árum var reynt að koma til móts við bóknámskennara með svokölluðum ,,stílapeningum" sem skólastjórnendur áttu að greiða þeim sem unnu mikið utan kennslustunda. Sú tilraun fór út um þúfur þar sem íþrótta- og verknámskennarar linntu ekki látunum fyrr en þeir fengu líka ,,stílapeninga."

Nýja vinnumatið er hluti af þeim skipulagsbreytingum sem ríkisvaldið knúði á um í kjarasamningum við kennara. Annar þáttur í skipulagsbreytingum var afnám skila á milli kennslu og prófa. Verknáms- og íþróttakennarar ráku upp ramakvein við þá breytingu enda voru þeir ekki beinlínis önnum kafnir yfir prófatímabilið - ólíkt bóknámskennurum.

Skipulagsbreytingarnar á starfi framhaldsskólakennara eru teknar út með sársauka. Í lokuðum umræðuhópum kennara hóta verknáms- og íþróttakennarar að segja sig úr Félagi framhaldsskólakennara.


mbl.is „Vægast sagt umdeilt“ meðal kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín Júl: vinstristjórnin sagði ósatt

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var minnihlutastjórn nær allan síðari hluta kjörtímabilsins 2008 til 2013. Þetta viðurkennir varaformaður Samfylkingar, Katrín Júlíusdóttir, á fundi á Egilsstöðum.


„Við vorum í raun minnihlutastjórn síðustu átján mánuðina en sögðum það aldrei hreint út."

Austurfréttir segja frá þessum ummælum varaformannsins. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg harðneitaði að hún væri komin í minnihluta á alþingi og hökti langt fram yfir lífdaga sína.

Viðurkenning Katrínar er játning á ósannindum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um að starfhæfur meirihluti væri á alþingi.


Bloggfærslur 20. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband