Ólafur Ragnar: krónan og fullveldið bjargaði Íslandi

Ísland gekk ekki í gildru ESB-sinna sem lögðu drög að grísku ástandi þar sem þjóðin sæti landið upp á náð og miskunn Evrópusambandsins.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir réttilega að krónan og fullveldið björguðu Íslandi frá þeirri eymd sem umlykur Suður-Evrópu.

Án eigin gjaldmiðils og fullveldis til að taka ákvarðanir um ríkisfjármál eru þjóðir dæmdar til skuldafangelsis, líkt og Grikkland.


mbl.is „Íslendingar höfnuðu aðhaldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína vill ESB-hermenn til varnar Rússum

Petro Poros­hen­ko forseti Úkraínu biður Evrópusambandið að senda hermenn til landsins til varnar ágangi uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Rússa.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum yrðu hermenn frá ESB-ríkjum notaðir sem lögregluherlið. Meginhugmyndin er að virkja Evrópusambandið til beinnar þátttöku í Úkraínu-deilunni.

Her Úkraínu fer halloka í átökum við uppreisnarmenn. Deilur Rússa og Evrópusambandsins um forræði yfir úkraínskum málum kæmist á nýtt stig ef hermenn ESB-ríkja yrðu í skotlínunni.

 

 


mbl.is Úkraínskar hersveitir hörfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensku Grænlendingarnir til Englands?

Listi yfir norræna innflytjendur til Jórvíkurskíris á Englandi á 15. öld getur átt við Íslendinga, eins og Egill Helgason giskar á. Einnig er mögulegt að þar séu komnir íslenskir íbúar Grænlands.

Íslendingar tóku til við að búa Grænland í kringum árið 1000. Helstu byggðir voru Eystribyggð og Vestribyggð. Rústir um 330 bæja Íslendinga hafa fundist og gætu þeir hafa hýst um þrjú þúsund manns.

Byggð Íslendinga á Grænlandi eyddist á 15. öld. Fornleifauppgröftur gefur vísbendingar að byggðin hafi smátt og smátt fjarað út þegar veðurfar gerði Íslendingum ómögulegt að stunda búskap.

Ef það er tilfellið að íslenskir íbúar Grænlands hafi á 15. öld flust frá landinu er ekki óhugsandi að leiðin hafi legið til Englands. Á þessum tíma var verulegur fjöldi enskra skipa við Ísland að fiska og kaupa skreið. Sigling til Grænlands frá Íslandi var ekki tiltökumál fyrir sæfara sem komnir voru frá Englandi.

Stórfelldur mannfellir var á Íslandi snemma á 15. öld og líklega þokkalegt framboð af jarðnæði framan af öldinni. Ef byggð í Grænlandi lagðist af seint á þeirri öld er Ísland líklega fullsetið. Þá væri nærtækt að taka sér far með enskum skipum til annarrar eyju þar sem mátti hefja búskap. 

 


Gyðingahatur lite

Með því að krefja israelskar vörur sérmerktar eru sex þingmenn stjórnarandstöðunnar að segja Israel og þjóðina sem þar býr ómerkilegri en aðrar þjóðir.

Þjóðernishatur byggir á mismunun, þar sem einhver er sagður ómögulegur en annar samþykktur.

Væri ekki nær fyrir þessa sex þingmenn á þjóðþingi Íslendinga að beita starfsþreki sínu á huggulegri hátt en að ala á hatri?


mbl.is Vilja merkja vörur frá hernumdu svæðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband