Sigrún hefur rétt fyrir sér, prófessor og þýðendur rangt

RÚV kallaði upp á dekk í hádeginu yfirlýstan ESB-sinna, Gauta Kristmannsson prófessor, til að atast í Sigrún Magnúsdóttur. Í kjölfarið, eins og eftir pöntun, kemur ályktun frá félögum Gauta.

Skemmst er frá að segja að Sigrún hefur rétt fyrir sér í málinu en prófessorinn og félagarnir rangt.

Á ensku heitir það að gylla lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Breska ríkisstjórnin ákvað að við svo búið mætti ekki standa og skipaði nefnd til að finna leiðir að komast hjá íþyngjandi áhrifum ESB-reglugerða og laga einmitt með skapandi þýðingum og aðlögnum. Áhrifin þóttu jákvæð.

Svíar unnu einnig skipulega vinnu til að nýta sér svigrúmið í kröfum ESB um samræmdan rétt.

En vitanlega finnst ESB-sinnum á Íslandi ótækt að við skulum reyna að koma okkur undan mestu ESB-áþjáninni.


mbl.is Þýðendur harma orð Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kemur hatrið og hvert beinist það?

Hatrið í Kaupmannahafnarmorðum og Parísaródæðunum kemur frá múslímatrú og beinist gegn vestrænum hornsteinum; lýðræði og tjáningarfrelsi.

Skotmörkin í Kaupmannahöfn og París voru valin til að senda þessi skilaboð: ef þið móðgið múslíma og trú þeirra eruð þið réttdræp.

Af þessu leiðir einföld niðurstaða. Annað tveggja gefur eftir, vestræn lýðræðismenning eða múslímatrú.

Flóknara er það nú ekki.


mbl.is „Jeg er dansk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávitinn ég biðst afsökunar

Ég bloggaði ég gær um frétt á mbl.is og sagði höfundinn fávita. Orðið vísar til einhvers sem veit fátt og var áður notað klínískt um fólk með greindarvísitölu undir 50.

Í skrifum mínum reyni ég að halda mér við þá reglu að segja aldrei neitt um neinn sem ég ekki væri tilbúinn til að segja viðkomandi augliti til auglitis. Og tilfellið er að ég myndi seint segja einhvern fávita.

Ég bið höfund fréttarinnar afsökunar og vona að hann fyrirgefi mér fávisku mína.


Múslímsk árás á tjáningarfrelsið

Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn valdi sér skotmark fundarstað þar sem til umræðu var tjáningarfrelsið og guðlast. Það segir okkur að árásarmaðurinn var læs en kaus að útskýra sig með byssukúlum.

Árásarmaðurinn hét Omar Abdel Hamid El-Hus­sein og var múslími.

Hryðjuverkið í Kaupmannahöfn er samstofna Parísaródæðinu þegar múslímskir hryðjuverkamenn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímarits sem þeir voru ósammála og skutu mann og annan í nafni trúarinnar.

Í umræðunni, t.d. á ritstjórn mbl.is, er reynt að draga fjöður yfir þá staðreynd að múslímar en ekki kristnir, búddistar eða trúleysingjar standa fyrir banatilræðum vegna þess að á vesturlöndum er tjáningarfrelsi.

Múslímsk trúarsamfélög eru uppspretta hryðjuverka gegn vestrænum gildum. Ástæðan er sú að múslímsk trúarsamfélög afneita vestrænu tjáningarfrelsi. Það er vandinn sem við er að glíma.


mbl.is Svartur laugardagur fyrir tjáningarfrelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband