Ógæfukona Sigurðar Kaupþingsstjóra er gersemi

Sigurður Einarsson fyrrum Kaupþingstjóri kallar Evu Joly ,,ógæfukonu" um leið og hann hraunar yfir réttarkerfið.

Sjálfsagt er Eva Joly ógæfukona fjármálaglæpamanna sem vanastir eru að kaupa sig undan réttvísinni.

En almenningi, ekki síst þeim íslenska, er Eva Joly gersemi.


mbl.is Íslendingar geti fengið gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar svara skopi með skothríð

Það er leiður ávani múslíma að svara með skothríð þegar skopast er að trú þeirra með orðum og myndum. Trúarofbeldi múslíma ætlar ekki að linna og færast í aukana ef eitthvað er.

Líklega er besta svarið að opinberir aðilar, t.d. ríkisfjölmiðlar, í samvinnu við aðra miðla og áhugasamtök gangist fyrir skipulögðu háði að múslímatrú þar sem spámaðurinn og Kóraninn er teknir á beinið.

Ótækt er að gefa eftir gagnvart trúarofbeldi múslíma.

 


mbl.is Einn látinn eftir skotárásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing er líkið - dómurinn sýnir hverjir báru ábyrgð

Kaupþing varð gjaldþrota sökum þess að bankinn var illa rekinn af áhættusæknum mönnum sem fannst ekkert tiltökumál að ljúga og blekkja. Al Thani málið er afmarkaður þáttur í hrunferli Kaupþings.

Kaupþingsmenn reyndu í aðdraganda hrunsins ýmsar kúnstir, t.d. að kaupa hollenska bankann NIBC en var vísað frá með tilheyrandi skaða á orðspori.

Kaupin á hollenska bankanum áttu að sýna Kaupþing sterkt á alþjóðavísu; sölufléttan með Al Thani var bragð til að fá Íslendinga að kaupa bréf í gjaldþrota banka.

Viðbrögð Kaupþingsmanna við dómi Hæstaréttar staðfesta það sem alþjóð er löngu ljóst: bankamennirnir íslensku eru jafn forhertir og þeir eru áhættusæknir. En það þýðir ekkert fyrir Kaupþingsmenn að þræta fyrir og þykjast kórdrengir. Líkið af bankanum öskrar á móti og krefst skýringa.

Réttarkerfið á Íslandi stóðst áraunina. Al Thani málið dregur þá til ábyrgðar, í afmörkuðum þætti, sem felldu Kaupþing með tilheyrandi tapi fyrir land og þjóð.

 


mbl.is Hrunmálin í nýju ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband