Ísland er réttarríki; sekir fá makleg málagjöld

Auðmenn geta ekki keypt sig frá réttvísinni, hvorki með brögðóttum lögmönnum né beinu eða óbeinu eignarhaldi á fjölmiðlum. Þetta er meginniðurstaða Al Thani-málsins.

Kaupþingsmenn brutu lög siðaðs samfélags og fá núna makleg málagjöld.

Ísland er betri staður að búa á eftir 12. febrúar 2015.

 


mbl.is Hæstiréttur leggur línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Femínistum ratast satt orð í munn

Barneignir eru ekki mannréttindi, ekki fremur en það eru mannréttindi að vera yfir 1,80 á hæð. Þeir sem eru í þeirri stöðu að geta ekki fætt barn eiga möguleika á ættleiðingum.

Staðgöngumæðrun felur í sér lán eða leigu á æxlunarfærum kvenna og það er ekki löggjafans að heimila slíkt.

Aldrei þessu vant eru femínistar með hárrétta greiningu á brýnu samfélagsmáli.


mbl.is Barneignir ekki sjálfsögð mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsógnin hangir yfir Evrópu

Evrópusambandið og Bandaríkin sérstaklega eiga erfitt með að viðurkenna mistökin sem voru þegar þegar stefnan var tekin á útþenslu Nato í austurátt eftir fall kommúnismans á tíunda áratug síðustu aldar.

Með kommúnismanum féll ekki valdapólitík Evrópu, þótt sumir vestur í Washington virðast halda það.

Evrópusambandið (les: Frakkar og Þjóðverjar) verða að finna lausn á sambúðarvanda við Rússa sem tekur mið af gagnkvæmum öryggishagsmunum. Á meðan það er ekki gert hangir stríðsógnin yfir Evrópu.


mbl.is Skilyrði Rússa óásættanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið og Evrópusambandið er hvítt og svart

Öll stjórnarandstaðan á Ítalíu er á móti Evrópusambandinu og evrunni. Á Spáni er Podemos, systurflokkur gríska stjórnarflokksins Syriza, kominn í forystu og þar verða kosningar í nóvember í ár.

Stjórnmálaöfl sem draga til sín fylgi eru á móti Evrópusambandinu og evrunni sökum þess að lífskjör versna í jaðarríkjum ESB sem látin eru bera hitann og þugann af kostnaðinum við evru-samstarfið.

Almenningur styður til valda stjórnmálaflokka sem hafna efnahagsstefnu Evrópusambandins og gríska Syriza bandalagið er fyrirmynd. Elítan í Brussel má ekki til þess hugsa að Syriza heppnist að leiða Grikki út úr sjö ára kreppu, - hvort heldur innan eða utan evru-samstarfsins.

 


mbl.is Fyrsta árs nemi sem langar að gera hjartaaðgerð en kann það ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband