Fullveldi innan ESB er nær ómögulegt

Bretar hyggjast fá tryggingu fyrir því að ,,æ nánari samband" ESB-ríkja muni ekki draga Bretland inn í sambandsríki Evrópu. Við núverandi aðstæður fæst ekki slík trygging.

Stofnanir og skipulag Evrópusambandsins gera ráð fyrir að aukin samvinna sé lykillinn að farsæld álfunnar - þótt reynslan segi annað, samanber evru-samstarfið.

Til að Bretar fái þá tryggingu sem þeir óska eftir yrði að breyta ESB í grundvallaratriðum Og það yrði aldrei gert fyrir Breta eina. En mögulega eru Þjóðverjar tilbúnir að setja stopp á samrunaþróunina. Það er stórt EN.


mbl.is Útilokar ekki að segja skilið við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vigdís, góða fólkið og atlögufréttir

Vigdís Hauksdóttir er skotmark góða fólksins, sem flest á heima í póstnúmeri 101 og kýs vinstriflokk. Góða fólkið er í sárum eftir kjörtímabilið 2009 til 2013 þegar til stóð að breyta Íslandi varanlega með inngöngu í ESB og nýrri stjórnarskrá.

Vigdís og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru andlit endurreists Framsóknarflokks sem kom í veg fyrir framtíðarsýn vinstrimanna um Ísland sem ESB-hjáleigu með kvóta fyrir háskólamenn í Brussel sem taka launin sín skattfrjálst.

Beittasta vopnið gegn Vigdísi, Sigmundi Davíð og Framsóknarflokknum er atlögufréttir sem verða til í samspil bloggara og fréttamiðla eins og RÚV. Aðferðin er að fyrst er prufukeyrð atlaga með bloggi, t.d. að klína fasistastimpli á framsóknarmenn. Ef atlagan safnar ,,lækum" og er deilt nógu oft fær hún óðara endurómum hjá fréttadeild RÚV, gjarnan með viðkomu í vefmiðlum vinstrimanna. Stundum skottast á eftir þriðja flokks vinstrifræðimenn sem hnoða saman texta með tilvitnunum úr fasistafræðum. Þar með er komin ,,fræðileg" undirstaða fyrir atlögu góða fólksins.

Atlögufréttir eru vitanlega ekki annað en áróður íklæddur fréttabúningi. Fréttastofa RÚV er sérlega gjörn á atlögufréttir í þágu góða fólksins.

 

 

 


mbl.is Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan færir okkur jafnræði

Bankabólan á tímum útrásar jók misskiptingu á Íslandi. Eftir hrun dró úr ójafnræðinu á Íslandi. Ástæðan er krónan.

Gengislækkun krónunnar felldi eignaverð en hélt uppi atvinnu; þeir tekjulægstu nutu góðs af.

Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, Bretland, og ESB-ríkjum, er misskipting vaxandi vegna seðlaprentunar (quantitative easing) til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Seðlaprentun færir auðmönnum tækifæri að bæta stöðu sína, launafólk er síðast í röðinni.

Sökum þess að krónan er að jafnaði hátt skráð, full atvinna þrýstir genginu upp, er nær alltaf svigrúm til að lækka gengið þegar á bjátar í efnhagslífinu. Stórir gjaldmiðlar, dollar og evra, geta þetta ekki.

Allir sem eru með snefil af jafnræðishugsjón í sér styðja íslensku krónuna. Samfylkingin, flokkur háskólafólks sem fær dagpeninga m.v. evru-gengi, er vitanlega á móti krónunni. Samfylkingin er flokkur sérhagsmuna þess fólks sem telur sig hafið yfir almenning.


mbl.is Ríkustu 5% eiga 46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband