Ríkissaksóknari gegn almannahag

Með ákvörðun um að saksækja hjúkrunarfræðing fyrir manndráp af gáleysi leggur ríkissaksóknari út á hættulega braut. Mannslát vegna slysni eða mistaka eru til þessa meðhöndluð af fagfólki í heilbrigðisstétt og ekkert sem segir annað en að sá háttur sé besti kosturinn.

Glæpavæðing ríkissaksóknara á mistökum er leiða til andláts er ekki í þágu almannahagsmuna.

Ríkissaksóknari ætta að nýta takmörkuð fjárráð embættisins til að annars en að vinna tjón á heilbrigðiskerfinu.

 

 


mbl.is „Þetta hefði getað verið ég“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegasta stelpan er ekki á ballinu - um banka

Þrír aðilar geta átt banka hér á landi: einkaframtakið, ríkið og lífeyrissjóðir. Bankakerfið fram undir síðustu aldamót var tengt atvinnuvegunum; Verzlunarbanki, Útvegsbanki, Iðnaðarbanki og Búnaðarbanki. Þetta voru í meginatriðum ríkisbankar.

Í kringum aldamótin tók einkaframtakið yfir bankana og rændi þá að innan á fáum árum. Einkaframtakið og eignarhald þess á bönkum orsakaði hrunið 2008. Það er söguleg staðreynd sem aðeins bjánar afneita.

Fallegasta stelpan í flóru fjármálafyrirtækja voru sparisjóðirnir sem störfuðu um allt land og voru fjármálastofnanir fólksins. Einkaframtakið nauðgaði fallegustu stelpunni og því er hún ekki á ballinu núna, þegar ákveðið verður hverjir hljóta bankana: einkaframtakið, lífeyrissjóðir eða ríkið.

Einkaframtakið er of ábyrgðarlaust til að reka banka á eigin forsendum. Hreinir ríkisbankar eru á hinn bóginn tæplega raunhæf lausn til frambúðar fyrir allt bankakerfið. Ef ríkið er einrátt á fjármálamarkaði er hætt við stöðnun og spillingu.

Þá eru ónefndir lífeyrissjóðirnir, sem að upplagi eru félagslegar stofnanir. Kosturinn við aðkomu lífeyrissjóðanna er þeir eru fulltrúar kynslóðanna. Lífeyrissjóðirnir lána ungu fólki um leið og þeir ávaxta lífeyri hinna eldri. En það sama gildir um lífeyrissjóði og ríkið; ef þeir eiga einir bankana er hætt við stöðnun og spillingu.   

Besti kosturinn við núverandi aðstæður er að bankakerfið verði hugsað þannig að allir þrír meginaðilarnir komi að málum. Einkaframtakið og lífeyrissjóðirnir kaupi Arion. Ríkið selji 70% í Íslandsbanka yfir lengri tíma en eigi Landsbankann að fullu um fyrirsjáanlega framtíð.

Það er hægt að mynda pólitíska samstöðu um fjármálakerfið á þessum nótum. Það er í hendi ríkisstjórnarinnar að mynda þá samstöðu.


mbl.is Tveir aðilar bítast um Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband