Duglegir Íslendingar til vandræða í Noregi

Íslendingar sem gera það gott í norskum sjávarútvegi kalla yfir sig samþykkt frá deild í samtökum strandveiðimanna, Norges Kystfiskerlag.

Samkvæmt frétt Kyst og fjord fer deildin í Bö fram á að stjórn samtakanna ræði hvort ekki sé ástæða til að þrengja möguleika útlendinga (les: Íslendinga) að stunda veiðar og vinnslu í Noregi.

Í umræðu um fréttina eru Íslendingar sakaðir um að ætla að stunda rányrkju líkt og þeir hafi gert á Íslandsmiðum - en þó er kvóti í landhelgi beggja ríkjanna.


Jón Gnarr, freki karlinn og ljótleikinn

Jón Gnarr bjó til hugmyndina um ,,freka karlinn" og stillti sjálfum sér upp sem andstöðu; ljúflingur sem ekki má aumt sjá.

Þetta þema selur Jón Agli Helgasyni sem talar um ,,íslensku hörkuna" og fallega blómið hann Jón blessaðan Gnarr.

Til að sýnast saklaus fegurðardís málar Jón allt í kringum sig ljótleika. Í nýjustu bók hans, sem formlega heitir Útlaginn en óformlega Níðingar á Núpi, bendir flest til að Jón skáldi upp hópnauðgun á Núpi.

Ljúflingurinn svarar engu um ósanna ljótleikann. Það hæfir ekki saklausum fegurðardísum að vera staðinn að verki við menningarhryðjuverk. Öðlingurinn hann Jón þegir sem fastast.


Samfylking án almennings

Í síðustu þingkosningum fékk Samfylkingin 12,9 prósent fylgi. Í mælingum undanfarna mánuði nær flokkurinn ekki kjörfygli síðustu þingkosninga.

Brattur formaðurinn segir engu að síður ,,Við berj­umst fyr­ir al­manna­hags­mun­um og því skipt­ir máli að flokks­menn standi að baki okk­ur."

Almenningur yfirgaf Samfylkinguna fyrir löngu. Almenningur afþakkaði ESB-aðild, Icesave-skuldir og nýja vinstri stjórnarsrkrá. Allt eru þetta hjartans mál þeirrar fámennu klíku sem ræður ferðinni í Samfylkingunni.


mbl.is Samfylkingin óskar eftir styrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband