Píratar, týndi takturinn og óvissan

Takturinn í samfélaginu er orðalag yfir samheldni. Eftir hrun ríkti samheldni á sumum sviðum, t.d. atvinnulífinu þar sem hóflegar kaupkröfur launþega tryggðu endurreisn efnahagskerfisins.

Á öðrum sviðum, stjórnmálum til að mynda, ríkti ekki samheldni. Kjósendur í Reykjavík kusu grínframboð og þjóðin gerði tilraun með fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins, aðeins til að kolfella hana eftir eitt kjörtímabil.

Píratar eru í öllum meginmálum stjórnmálanna óskrifað blað, líkt og gnarr-framboðið í Reykjavík á sínum tíma. Velgengni Pírata í skoðanakönnunum sýnir að takturinn í samfélaginu er týndur.

Fylgi Pírata segir það eitt að almenningur lítur á stjórnmál sem óvissuferð.

Verkefni stjórnmálaflokka næstu misserin er hægt að lýsa í fáum orðum:

Stjórnarflokkanna er sð sýna fram á að stöðugleika og stefnufestu. Vinstriflokkanna er að gera það sem þeir kunna best; að skapa óvissu. 

Ef stjórnarflokkunum heppnast verkefnið minnkar fylgi Pírata. Ef vinstriflokkarnir ná árangri styrkjast Píratar.


mbl.is „Hér ganga menn ekki í takt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, von og Stöð 2

Prestar þjóðkirkjunnar taka upp hanskann fyrir miðil sem Stöð 2 fór um ómjúkum höndum. Líklega finna prestar til samkenndar með miðlum sakir þess að starfsvettvangur beggja er á sviði andans fremur en efnisins.

Séra Svavar Alfreð Jónsson setur málin í víðara samhengi með hnitmiðaðri greinargerð um frelsunarguðfræðinni sem móðurfélag Stöðvar 2 boðar þar sem auglýsingafé og hindurvitni haldast í hendur.

Trúin er í mörgum útgáfum.

 

 


Vinstripíratismi er gjaldþrota andlýðræði

Í ráðhúsi Reykjavíkur er rekin pólitík sem byggir á lífsstíl fremur en yfirveguðu mati á kostum og göllum framkvæmda og þjónustu. Sýndarmennska og andlýðræði einkennir þessa pólitík. 

Vinstripíratisminn í höfuðborginni eyðir stórfé í að eyðileggja götur, samanber Hofsvallagötu. Peningum er mokað í gervilýðræði þar sem fimm prósent þátttaka er í atkvæðagreiðslum um hvort leikvöllur skuli byggður á tilteknum stað eða ekki. Fyrirbærið er kallað íbúalýðræði en er allt í þykjustunni.

Vinstripíratisminn hatast út í samgöngur og gefur lítið fyrir lýðræði, eins og sést best á hryðjuverkum gagnvart Reykjavíkurflugvelli þar sem borgin í bandalagi við peningamenn og verktaka ætlar sér að gera flugvöllinn ónothæfan.

Vinstrimenn og Píratar stjórna Reykjavík. Reynslan í borginni vísar í eymdina sem myndi leggjast yfir landið og miðin ef sömu pólitísku öfl næðu stjórnarráðinu í sínar hendur.


mbl.is Viðvarandi halli í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband