Vigdís verður skotmark - enn og aftur

Vinsæl tómstundaiðja góða fólksins er að taka fyrir Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins og gera úr henni pólitíska grýlu til að kveikja síðan í.

Í þessari umferð byrjuðu tveir fyrrverandi þingmenn að safna spreki í bálköst Vigdísar. Starfandi þingmenn fá blóð á tönn og heimta fleiri spýtur.

Tilefnið núna er að Vigdís þykir full rösk að verja almannafé fyrir ágangi heilbrigðiskerfisins. Ef Vigdís stæði ekki vaktina færu fjármál ríkisins til andskotans. En góða fólkinu finnst það allt í lagi. Eins lengi og það fær einhvern til að brenna á báli er góða fólkinu nokk sama.

 


mbl.is Mótmæla framgöngu Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta, Þóra og lýðræði góða fólksins

Lýðræðið er ekki fyrir karla á áttræðisaldri, segir Þóra Tómasdóttir. Forseti Íslands getur ekki talað í nafni lýðræðis, þótt hann sé eini einstaklingurinn sem fær beina kosningu þjóðarinnar, segir Birgitta Jónsdóttir.

Lýðræði góða fólksins nær aðeins til þeirra sem eru með réttar skoðanir.

 


Sighvatur gerist skósveinn Ólafs Ragnars

Fyrrum ráðherra og formaður Alþýðuflokksins skrifar grein í miðopnu Morgunblaðsins í dag til varnar forseta Íslands. Er orðið ekki frjálst forsetnaum? skrifar Sighvatur Björgvinsson. Í greininni sendir Sighvatur góða fólkinu þessa pillu:

Oft hefi ég verið ósammála forseta vorum, stundum mjög ósammála, en þó svo hafi verið hefi ég aldrei krafist þess að hann þegði um sínar skoðanir.

Sighvatur tekur undir varnaðarorð forsetans um þann háska sem stafar af herskáum múslímum en þar er sádí-arabískur wahabismi í sérflokki.

Góða fólkið kallar þá skósveina sem taka undir varnaðarorð forsetans. Skósveinaflokkurinn styrkist jafnt og þétt. Smáfylking góða fólksins gerir það sem hún kann best, - að minnka.


Bloggfærslur 30. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband