Karlar öskra ekki - æðruleysi vanlaunaðra karla

Í síðustu viku kynnti skólastjóri Fjölbrautaskólans í Garðabæ samanburð á launum kennara m.t.t. kynja. Á daginn kom að konur eru betur launaðar en karlar, bæði hvað varðar föst mánaðarlaun og heildarlaun.

Á ári er mismunurinn í kringum 500 þús. kr. á milli kynjanna.

Konur eru fjölmennari í yfirstjórn skólans og meðal millistjórnenda.

Enginn karl öskraði að lokinni kynningu skólastjóra. Einn karl tók til máls (ykkar einlægur) og velti fyrir sér hvort hærri laun kvenna sýndu ekki að konur væru duglegri en karlar að afla sér framhaldsmenntunar, þ.e. meistara- og doktorsgráðu.

Misrétti má skýra á fleiri en eina vegu. Það má líka velja sér viðbrögð.

 


mbl.is „Langar til að öskra á feðraveldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi Pírata þolir ekki kosningar

Píratar gera það gott í skoðanakönnun sex mánuði í röð. Þriðjungur þjóðarinnar segist ætla að kjósa Pírata yrði kosið á morgun.

Atkvæði greidd í könnun er eins og skoðun í saumaklúbbi, ætluð fáeinum á tiltekinni stund án skuldbindinga.

Atkvæði greitt á kjörstað er skuldbindandi fyrir kjörtímabil. Fólk gerir greinarmun á skoðun og skuldbindingu. Þó ekki allir.

 


Góðærið; rétt pólitík og röng

Þökk sé traustum innviðum, skynsemi þjóðarinnar, sem kaus af sér vinstristjórn, og nokkurri aðstoð að utan er komið bullandi góðæri.

Ríkisstjórnin, einkum Framsóknarflokkurinn, getur þakkað sér stóra hluta góðærisins. Rétt stefna í afnámi hafta og traust úrvinnsla skilar okkur vaxtaskeiði sem gæti varað í þrjú til fimm ár.

Verkefni ríkisstjórnarinnar næstu misseri er að útskýra fyrir þjóðinni að hvergi nærri sé sjálfsagt að svo hafi farið sem fór. Vinstriflokkarnir voru hættulega nálægt því að svipta þjóðina sjálfsforræðinu og leiða yfir okkur varanlega eymd.

Pólitík meðalhófsins er farsælust undir núverandi kringumstæðum. Ríkisstjórnin, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, má ekki falla í þá gryfju að gefa hugmyndafræði lausan tauminn. Þjóðin fær grænar bólur þegar sjálfstæðismenn tala um einkavæðingu á þessu og hinu. Einkavæðing og græðgi leiddu til hrunsins.

Víðtækt samkomulag er um markaðshagkerfi með velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin á að byggja á þessu samkomulagi og nota tímann fram að næstu þingkosningum að sannfæra þjóðina að miðhægristjórn sé rétta stjórnarmynstrið.


mbl.is Keypt fyrir 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband