Vestræna mótsögnin í ríkjum múslíma

Vestrænar þjóðir geta illa stutt harðstjóra til valda, t.d. Assad Sýrlandsforseta, og vilja fremur steypta þeim af stóli, samanber Hussein forseta Íraks.

En þegar harðstjórar veikjast, eins og Assad í Sýrlandi, eða missa völdin, líkt og Hussein í Írak, er djúpt á lýðræðisöflum sem geta axlað þá ábyrgð að fara með yfirvaldið. Lýðræðismenning er einfaldlega varla til í múslímaríkjum araba.

Uppgangur Ríkis íslam er bein afleiðing af valdatapi harðstjóra. Hvernig sem á allt er litið er flest skárra en Ríki íslams.

Vesturlönd verða að taka skásta kostinn af nokkrum vondum í málefnum mið-austurlanda.


mbl.is Yfir 3.500 teknir af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáfylking gegn forseta

Þekktir vinstrimenn stofna til samtaka gegn forseta Íslands og endurkjöri hans. Fegurðarsamkeppni er haldin fyrir álitlega frambjóðendur af vinstri kanti stjórnmálanna. Upp úr hattinum kemur nafn sjónvarpskonu úr RÚV, vitanlega.

Sagt er frá smáfylkingunni gegn forseta í Viðskiptablaðinu 4. mars 2012 og birtir listi nafna sem óska sér annars forseta en þess sem bjargaði okkur frá Icesave og stjórnskipulegu uppnámi.

Þjóðin fylkti sér bakvið forsetann fyrir fjórum árum og hlaut hann örygga kosningu þrátt fyrir að skipulega var unnið gegn honum.

Icesave er að baki en áfram er sótt að stjórnarskránni. Í pólitísku umróti er oft skortur á staðfestu. Með Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastöðum er trygg staðfesta í æðstu stjórn landsins. Og það er nokkurs virði.


Bloggfærslur 29. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband