Eyjan er miðstöð ESB-áróðurs

Eftir að ,,upplýsingastofa" ESB hér á landi lokaði er Eyjan áróðursmiðstöð ESB-sinna ásamt RÚV, vitanlega. Eyjan endurskrifar söguna til að finna stuðning við Schengen-samstarfið og verður að éta ofan í sig rangfærslurnar.

Eyjan er undir áhrifum Össurar Skarphéðinssonar, sem raunar fær iðulega langt viðtal við hvern pólitískan ropa, þegar hún býr til hanaat á milli Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar einmitt um Schengen.

Ástæðan fyrir athygli Eyjunnar á Schengen er að víglína ESB-sinna liggur þar - eftir að þeir gáfust upp á evrunni.


Skólinn er tilboð um tvennt; menntun og viðveru

Framhaldsskólinn hér á landi býður öllum sem útskrifast úr grunnskóla upp á tvennt. Í fyrsta lagi menntun og í öðru lagi viðveru.

Enginn sem menntast kemst hjá viðverunni. Dæmin sanna að sumir eru eingöngu í skóla vegna viðverunnar og menntun fer að mestu ofan garðs og neðan.

Framhaldsskólinn er sem sagt fyrir alla. Spurningin er aðeins hvernig nemendur nýta sér hann.

 


mbl.is „Skólinn er ekki fyrir alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristni er menning; einkalíf er ekki í kirkjum

Árlegur viðburður á aðventu er að kverúlantar af ýmsum toga amist við kirkjuheimsóknum grunnskólabarna. Kristni er hluti af menningararfleifð okkar. Í þúsund ár fylgir kristni þjóðinni og mótar lífssýn kynslóð fram af kynslóð.

Þjóðkirkjan er menningarmiðstöð sem geymir kristna menningu. Að banna börnum að kynnast kristni er að stuðla að andlegri fátækt. Saga okkar verður ekki skilin nema í samhengi við kristni.

Ef foreldri ákvæði að skáldskapur Jónasar Hallgrímssonar sé óhollur fyrir barnið sitt eða að algebra væri óviðfelldið viðfangsefni, og færi fram á að skólinn héldi slíku efni frá barninu, yrði spurt hvort viðkomandi foreldri væri heilt á geði.

Ástæðan fyrir því að vantrúarfólki, bæði með stórum staf og litlum, leyfist að stunda menningarfjandsamlegan áróður á aðventunni, og koma í veg fyrir kirkjuheimsóknir barna, er að kverúlantarnir eiga sér opinbera talsmenn.

Borgarfulltrúi Pírata segir það hvorki meira né minna en brot á ,,á friðhelgi einkalífs" að börn sæki heim kirkjur á aðventunni. Bæði skólar og kirkjur eru opinber vettvangur. Fólk sem telur að einkalíf þess sé ekki virt á opinberum vettvangi ætti að segja skili við samfélagið og finna sér búsetu uppi á öræfum.


Bloggfærslur 25. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband