RÚV boðar sundrungu með Samfylkingu

Varaþingmaður Samfylkingar, Baldur Þórhallsson, skrifaði færslu á fésbókina sína og gagnrýndi forseta Íslands fyrir að taka ekki undir með góða fólkinu að múslímatrú og hryðjuverk eru tveir aðskildir heimar.

RÚV, vitanlega, tekur upp fésbókarfærslu Baldurs og gerir að sinni. Í hádegisfréttum tekur fréttamaður undir með Baldri og segir (6:47) ,,það ætti að vera hlutverk forseta að sameina?" Til að sameina eitthvað þarf fyrst að sundra. En hér er engri sundrungu til að dreifa, nema í höfði varaþingmannsins.

Varaþingmaður Samfylkingar má vitanlega hafa uppi hverja þá skoðun sem honum sýnist. En að fréttamaður RÚV, sem á að heita hlutlægur og faglegur fréttamiðill, skuli taka undir áróðurshjal að íslenska þjóðin sé sundruð er út í bláinn.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er annarrar skoðunar en Baldur um orð forsetans vegna hryðjuverka múslíma. Hannes gerir grein fyrir skoðun sinni í pistli á fjölmiðli. RÚV hlýtur að taka viðtal við Hannes og útvarpa.

Eða stendur RÚV-ið fyrir Rauna-Útvarp-Vinstrimanna?

 


Vinstrimenn og múslímar hugsa heiminn í svart hvítu

Ríki íslam þrífst á velmeinandi vinstrimönnum eins og Guðmundi Andra Thorssyni sem segja lofslagsvá meiri ógn við okkur en herskáir múslímar.

Íslamistar koma sér fyrir í vestrænum samfélögum og eru þar fimmta herdeild öfgatrúboðs sem skipulagt er og fjármagnað af olíuauðugum arabaríkjum.

Vinstrimenn eiga það sameiginlegt múslímum að þeir hugsa heiminn í svart hvítu. Þannig teflir Guðmundur Andri fram hatri sem andstæðu umburðalyndis. Það er vitanlega rugl.

Staðfesta er andstaða umburðalyndis. Og staðfestu með vestrænum gildum verðum við að sýna í baráttunni við íslamista.

 


Tilfærsla vinnuafls, álverið barn síns tíma

Álverið í Straumsvík hamlar eðlilegri byggðaþróun og ætti að víkja. Álverið var reist á sjöunda áratug stíðustu aldar og fékk betri raforkusamning en þekktist á byggðu bóli.

Álverið launaði ofbeldið með ,,hækkunum í hafi" þar sem tilbúið verð aðfanga hækkaði kostnað og lækkaði þar með þegar lágt raforkuverð.

Vinnuaflið í álverinu á í mörg hús að venda á þenslutímum.

 


mbl.is Ekki sjálfgefið að kveikt verði aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband