Kynlíf Bigga löggu

Karl og kona. Trúboðsstellingin.

Annars eigið þið Bigga löggu á fæti. Í aukagetu stjórnar Biggi lögga fordæmingu samfélagsins á óhefðbundnu kynlífi.

 


mbl.is Vill láta reka Bigga löggu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla gula hænan hagkerfið

Dæmisagan um litlu gulu hænuna segir að fólk nenni ekki að leggja neitt á sig en vilji samt njóta gæðanna. Hagkerfi okkar er þessu marki brennt, samanber viðbrögð við rökstuðningi aðalhagfræðings Seðlabankans fyrir vaxtahækkun. Á fundi með þingnefndi sagði hann

Vegna þess að staðan sem við erum í er að hagkerfið er að vaxa of hratt miðað við framleiðslugetu. Það skapar þrýsting á laun, verðlag og svo framvegis. Það sem við erum að gera er að draga úr ráðstöfunartekjum heimila, þau eiga þá minna til ráðstöfunar til að fjármagna eftirspurnarneyslu. Við erum að draga úr getu fyrirtækja til að fjárfesta eða fara í útgjaldaáform. Þetta er bara því miður það sem við þurfum að gera til þess að halda aftur af eftirspurninni.

Ýmsir ruku upp til handa og fóta og töldu algera óhæfu að draga ætti úr ráðstöfunartekjum heimilanna. Stjórnmálasamtök skoruðu á ASÍ að taka málið til umfjöllunar.

Vextir verða að hækka til að hamla því að verðbólga éti upp kaupmáttinn. Við þekkjum það af langri reynslu að kauphækkanir án innistæðu leiða til verðbólgu. 

Heimilin ættu að fagna tækifæri að leggja fjármuni sína inn á reikning og ávaxta sitt pund. Við verðum að koma okkur út úr hagkerfi litlu gulu hænunnar og temja okkur siðlegan efnahagsbúskap.


Bloggfærslur 22. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband