Evrópa: martröð án landamæra

Hryðjuverkamaðurinn Abaaoud var margsinnis í Þýskalandi, segir Die Welt og tekur þar með undir sjónarmið Frakka um að lokun sameiginlegra landamæra, þ.e. Schengen, sé forgangsatrið í baráttu við hryðjuverk.

Hugmyndir um vasaútgáfu af Schengen eru ekki líklegar til vinsælda. Almenningur í álfunni er kominn með nóg af tilraunum Brussel til að búa til Evrópu sem ekki er innistæða fyrir.

Veruleikinn sem blasir við almenningi í ESB-ríkjum er sá sem bresk yfirvöld auglýsa: hlauptu, ekki leggjast niður. Ábendingin gildir um fleiri fyrirbæri en hryðjuverkamenn í landamæralausri Evrópu.


mbl.is „Evrópa verður að vakna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnland afhjúpar ónýta evru

Finnska þingið ætlar að ræða útgöngu landsins úr evru-samstarfinu eftir undirskriftarsöfnun frá almenningi. Finnland er í kreppu þrátt fyrir að gera allt rétt samkvæmt forskrift Brussel.

Í Telegraph er ítarleg greining á stöðu Finnlands. Niðurstaðan er óyggjandi:

Ef það land sem stendur best í samkeppnisstöðu þjóða, er með trausta innviði og frábært menntakerfi getur ekki notað evru án þess að lenda í kreppu þá er gjaldmiðillinn sannanlega ónýtur.


Karlinn tapar, konan sigrar

Valdefling kvenna síðustu áratugi er undir jákvæðum formerkjum. Konur réttu hlut sinn á þeim sviðum samfélagsins þar sem þær voru undirmannaðar, s.s. í atvinnulífinu og stjórnmálum.

Eins mótsagnakennt og það hljómar er þessi þróun til hagsbóta fyrir samfélagið um leið og hún er á kostnað karla. Það eru jú karlar sem víkja fyrir konum.

Nýja kvenímyndin er af vel menntaðri konu í valdastöðu. Nýja karlímyndin er neikvæð. Karlinn er verr menntaður en konan og tapar jafnt og þétt valdastöðu sinni í samfélaginu.

Neikvæða karlímyndin í dag er framhald þeirrar sem dregin var upp af karlinum þegar valdefling kvenna hófst fyrir alvöru, á síðasta þriðjungi síðustu aldar. Karlinn var teiknaður upp sem valdasjúkur, skilningsvana á samfélagsbreytingar enda lokaður inni í  þröngsýnni karlamenningu.

Ungir karlar í dag eiga í nokkrum ímyndarvanda. Óneitanlega.

 

 


mbl.is „Hvað býr til kynferðisbrotamenn?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband