Fátækt, gróðurhús og afsakanir fyrir morðum

Ríki íslam byggir á trúarpólitískri hugmyndafræði sem er einbeitt og afgerandi. Á vesturlöndum reyna sumir að slæva vitund okkar um hættur hugmyndafræðinnar.

Okkur er sagt að fátækir og afskiptir múslímar á vesturlöndum sækist í herskátt Ríki íslam til að jafna sakirnar við vestrænt þjóðfélag. Reynslan segir okkur að flest herskáu ungmennin á vesturlöndum sem ánetjast Ríki íslam eru úr millistétt.

Þetta eru ekki reiðir ungir menn sem vestrænt samfélag hafnar, heldur kaldrifjaðir og miskunnarlausir morðingjar. Slíkt fólk verður ekki við tilteknar efnahagsaðstæður heldur tileinkar það sér viðhorf um að líf annarra sé aðeins verkfæri í þágu málstaðar.

Önnur skýring góða fólksins á vesturlöndum er að gróðurhúsaáhrifin gefi þeim herskáu byr undir báða vængi. Uppskerubrestur vegna óvenjumikilla þurrka auki á samfélagsupplausnina í mið-austurlöndum, sem var þó nóg fyrir.

Á bakvið báðar skýringar góða fólksins á morðum Ríkis íslam er sú hugsun að fátækt og allsleysi geri fólk að morðingjum. En það er einfaldlega rangt. Íslendingar voru fátækir um allar aldir en fóru ekki hamförum sem morðingjar. Fátækt elur ekki af sér morðingja. 

Trúarpólitísk hugmyndafræði herskárra múslína bæði réttlætir og hvetur til morða. Og þannig verða til morðingjar sem við ættum ekki að afsaka.   


mbl.is „Við lifðum góðu lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða fólkið vill óskiljanleg orð

George Orwell þekkti góða fólkið inn að beini. Hann greindi orðanotkun þess og vakti athygli á hve það reyndi eftir megni að fela merkingu orðanna. Lýsingarorðið orwellska er notað um málfar sem blekkir en upplýsir ekki.

Margrét Tryggvadóttir og góða fólkið vill að við köllum Ríki íslam öðru nafni, Daesh, til að fela tenginguna milli múslímatrúar og hryðjuverka.

Næsti áfangi góða fólksins er að kalla morðingjana upp á arabísku; al-Dawla al-Islamiya fi al-Iraq wa al-Sham. Og allir vita hvað það þýðir. Er það ekki annars?


mbl.is Veita Frökkum hernaðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkar sprengja upp ESB-sáttmála

Til að fjármagna stríðið við múslímska hryðjuverkamenn slátra Frakkar stöðugleikasáttmála Evrópusambandsins  er kveður á um ríkissjóðshalla innan við 3%. Hollande forseti segir þjóðarhagsmuni að veði og Brussel-sáttmálar verði að víkja.

Schengen-samstarfið um opin landamæri er svo gott sem dautt og núna er það stöðugleikasáttmálinn sem fær þá umsögn að vera marklaust plagg þegar á bjátar.

Til að strá salti í sárin er Belgía, sem hýsir höfuðborg ESB, kölluð miðstöð herskárra múslíma í þýskum fjölmiðlum. Ónýta tvítyngda smáríkið er orðið samnefnari fyrir vangetu ESB til að vera annað en til vandræða.


mbl.is Sprengjuregn í Raqa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband