Egill Helga, Kolbrún og pólitík vinstrimanna

Egill Helgason óskar sér 1% vaxta og Kolbrún Bergþórsdóttir telur vexti seðlabanka miðast við að ræna fólki lífsbjörginni. Egill og Kolbrún eru dæmigerðir álitsgjafar vinstrimanna.

Seðlabanki Evrópu rekur núllvaxtastefnu til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Evrópa er í kreppu. Með því að bjóða upp á 1 prósent útlánsvexti er ríkasta hluta þjóðfélagsins hyglað. Bilið milli ríkra og fátækra jókst bæði í Bandaríkjunum og Evrópu eftir að seðlabankar lækkuðu vexti niður í núll, útlánsvextir eru alltaf hærri, til að keyra upp neyslu og fjárfestingar. Þeir ríku græða alltaf mest á peningum álágum vöxtum. Atvinnulausir og lífeyrisþegar eru aftast í röðinni og bera minnst úr býtum.

Á Íslandi er full atvinna, þökk sé krónunni, og bullandi hagvöxtur - þrefalt til fjórfalt meiri en í ESB-ríkjum. Við þessar aðstæður segja allar hagkenningar allra tíma að vexti verður að hækka til að hemja verðbólgu. Hærri vextir hægja á neyslu og fjárfestingu. Þegar efnahagskerfi er á keyrslu, eins og það íslenska, verður að hægja á því ef ekki á illa að fara.

Egill kallar þetta ,,sturlun" og Kolbrún arðrán. Vinstrimenn eiga alltaf einhver orð um heilbrigða skynsemi.

 


mbl.is Spá 4,3% hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójafnaðarflokkur Íslands líður undir lok

8,2 prósent þjóðarinnar segist styðja Samfylkinguna, samkvæmt nýrri könnun. Samfylkingin var stofnuð sem jafnaðarflokkur en boðar ójöfnuð. Almenningur áttar sig á óhreinlyndi flokksins og yfirgefur hann.

Ójafnaðarstefna Samfylkingar birtist í fylgisspektinni við ESB-aðild og upptöku evru. ESB-aðild fæli í sér stórfellt atvinnuleysi hér á landi með tilheyrandi ójöfnuði. Íslenska krónan er tæki til jöfnunar; í kreppu heldur hún uppi atvinnu og í góðæri jafnar hún ábata þjóðarbúsins til allra með því að lækka vöruverð.

Íslendingar vita að fullveldið og krónan jafnar lífskjörin. Þeir sem vilja meiri ójöfnuð, til dæmis Björn Eydal Davíðsson, nefna sérstaklega krónuna sem höfuðandstæðing.

Óhreinlyndið sem pólitík Samfylkingar byggir á, að þykjast jafnaðarflokkur en boða ójöfnuð, er ekki hægt að fela með fagurgala. Undirstöður flokksins eru ónýtar.

Ólíklegt er að Samfylkingin bjóði fram við næstu alþingskosningar.


Bloggfærslur 13. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband