Blaðamennska DV þolir ekki skoðun

Blaðamenn DV una því ekki að fagleg úttekt verði gerð á vinnubrögðum þeirra. Og hvers vegna ætli það sé?

Elliði Vignisson er með tilgátu. Hann fór yfir vinnubrögð DV í lekamálinu og vekur athygli á því að blaðamaður DV leyndi minnisblaðinu, sem lekamálið snýst um, í fjóra daga áður en hann birt efni þess. Á þeim tíma var blaðamaður í samkrulli við aðila út í bæ að setja ,,réttan" vinkil á málið.

DV stundaði ekki blaðamennsku í lekamálinu heldur samsæri til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Og fer þá að verða skiljanlegt hvers vegna fagleg vinnubrögð blaðamanna DV þola ekki skoðun.


mbl.is Fallið frá skoðun á faglegum þáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsfólk DV bíður eftir Reyni

Líklegasta skýringin á því að DV komi ekki út á morgun er að starfsfólk blaðsins sé að hinkra eftir því hvort Reynir Traustason fráfarandi ritstjóri og helsti eigandi útgáfunnar stofni til nýrrar útgáfu.

Spurningin er hvort Reynir geti skaffað fjármagnið sem þarf til.

Ef Reynir útvegar peningana verður hann að upplýsa hvaðan þeir koma. Fyrri tilraunir til að fela uppruna fjárstreymis DV tókust heldur illa. 


mbl.is DV kemur ekki út á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrishöftin fjara út í rólegheitunum

Á ferðamannstöðum í Evrópu er hægt að skipta íslensku krónunni fyrir brothætta gjaldmiðla eins og evru, sem ekki er vitað hvort endist út áratuginn. Skiptiverðið þarna út í óhagstæðara en hér heima - en þeir sem segja krónuna verðlausa eða ógjaldgenga erlendis fara einfaldlega með fleipur.

Gjaldmiðlahöftin eru hægt og sígandi að fjara út eftir því sem tiltrúin á íslenskt efnahagslíf eykst og óvissuþáttum fækkar.

Með því að hafna Icesave og skipta út ríkisstjórn vorið 2013 þá voru efnahagshryðjuverk Jóhönnustjórnarinnar stöðvuð og landið tók að rísa.

Skynsöm efnahagsstefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skilar okkur jafnt og þétt betri lífskjörum og innan tíðar verður gjaldeyrishöftum aflétt, nánast án þess að nokkur taki eftir því. 

 


mbl.is Verðbilið í gjaldeyrisútboðum minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námskröfur lækkaðar, fleiri fallistar í háskólum

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ætlar að lækka námskröfur til stúdentsprófs til að auka veltuhraðann í framhaldsskólum. Í frétt í Morgunblaðinu í dag (pappírsútgáfunni) segir Illugi

Við höfum sett það markmið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44% og upp í 60% á næstu árum. Þessu markmiði verði náð m.a. með því að endurskipuleggja námstíma og stytta nám til lokaprófa.

Með því að gera minni námskröfur í námi til stúdentsprófs mun, að öðru óbreyttu, þeim fjölga sem falla í háskólanámi.

Háskólarnir ráða varla við þann nemendafjölda sem sækir um skólavist við núverandi kringumstæður. Breytingar Illuga eru vanhugsaðar.


mbl.is Of fáir bekkjarskólar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband