Forstjóragræðgin og lífeyrissjóðirnir

Lífeyrissjóðirnir eru í lykilstöðu til að setja hömlur á forstjóragræðgina. Lífeyrissjóðirnir geta einfaldlega sett sér starfsreglur um að kaupa ekki hluti í félögum sem fara offari í launamálum yfirmanna.

Verkalýðshreyfingin á aðild að lífeyrissjóðum, til helminga á móti atvinnurekendum, og er í stakk búin að setja slíkar reglur.

Ef lífeyrissjóðir kaupa ekki hluti í fyrirtækjum sem eru með ofalda forstjóra lækka þau fyrirtæki sjálfkrafa í verði - enda lífeyrissjóðir fyrirferðamiklir á hlutabréfamarkaði. 


mbl.is ASÍ: Tími ofurlauna runninn upp á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengisdauði frjálshyggjunnar

Frjálshyggja sem hafnar reynslurökum er prinsippklædd heimska. Reynslan kennir okkur að núverandi sölufyrirkomulag áfengis virkar; neytendur eiga greiðan aðgang að vörunni en jafnframt er áfengi ekki otað að fólki í dagvöruverslunum.

Með sömu rökum og frjálshyggjumenn nota til að brjóta upp sölufyrirkomulag áfengis ætti að afnema hömlur á sölu skotvopna. Í dag eru skotvopn seld í sérverslunum sem búa við opinberar kvaðir og kaupendur þurfa leyfi. Samkvæmt þeirri áfengu frjálshyggju sem sumir þingmenn eru haldnir er ótækt að ríkisvaldið skipti sér af sölu skotvopna.

Í ríki frjálshyggjunnar hlýtur að vera sjálfsagt að kippa með sér einni Smith og Wesson um leið og maður tekur vodkapelann í innkaupakörfuna fyrir helgina. Og þótt einhver verði fyrir slysaskoti eða barn horfir upp á ölvaða foreldra stunda heimilisofbeldi þá er sá fórnarkostnaður smámunir í samhengi við allt frelsið sem við fáum við að kaupa áfengi og skammbyssur í dagvöruversluninni.


Bloggfærslur 3. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband