Heimsþorpið verður múslímsk martröð

Marshall MacLuhan lagði grunninn að heimsþorpinu á sjötta áratug síðustu aldar þar sem amerísk menning drottnaði og einhver útgáfa af vestrænu lýðræði þreifst. Þjóðverjarnir á Die Welt segja heimsþorp kanadíska fjölmiðarýnisins orðið að martröð, - einkum sökum herskárra múslíma.

Annar meginboðskapur MacLuhan var að miðillinn sé boðskapurinn (medium is the message) í merkingunni að fjölmiðlatækni framleiði tiltekinn boðskap sem fellur að ráðandi tækni. Af þeirri staðreynd myndi leiða einsleitni. Eða svo sagði kenningin.

Múslímarnir í kalífadæminu í Sýrlandi/Írak afhöfða vestræna menn og færa þar með sönnur á að tækni skapar ekki einsleitni. Fáum sögum af vestrænu fólki að hálshöggva hvert annað með sveðju í einni hendi en iphone í hinni. Boðskapur miðilsins er ekki sá sami í Reykjavík og Aleppo.

Nágrannar nýja kalífadæmisins eru ekki tæknivæddir í ráðgjöf um að uppræta öfgarnar. Forsætisráðherra Dubai ráðleggur til dæmis trúarbragðafræðslu í anda yfirvalda í Saudí-Arabíu. Flestir hryðjuverkamannanna sem flugu á tvíturnana í New York í byrjun aldarinnar komu frá Saudí-Arabíu og  líklega ekki fullnuma í múslímskum fræðum umburðarlyndis og náungakærleika.

Við horfum fram á harðari heim öfga.

 

 

 


Elliði og Jóhann; hægriupprisa og vinstrieymd

Hægrimenn ná vopnum sínum jafnt og þétt. Elliði Vignisson túlkar sjónarmið hægrimanna í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eru skeleggir miðhægrimenn eins og Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Ásmundur Einar Daðason.

Grundvallarsjónarmið hægrimanna er fullvalda Ísland með forræði eigin mála annars vegar og hins vegar sjálfsbjörg einstaklingsins. Þetta eru hugmyndir jafngamlar nútímastjórnmálum á Fróni, sem hófust með sjálfstæðisbaráttunni um miðja 19. öld.

Á vinstri kanti stjórnmálanna ríkir á hinn bóginn eymd og volæði. Blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, Jóhann Hauksson, grætur klofninginn í röðum vinstrimanna sem í tíð Jóhönnu vildu selja fullveldið til Brussel en núna til Noregs. Lítt ígrunduð hentistefna ræður ferðinni í báðum tilvikum.

Hægrimenn erfa landið; vinstrimenn eru eilífa varaskeifan sem fær sín augnablik undir sólinni þegar hægrimenn klúðra sínum málum um stund, líkt og í hruninu.


mbl.is Flokkurinn „eins og syrgjandi ekkja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband