Greiðir RÚV málskostnað fréttamanns gegn bloggara?

Fréttamaður RÚV, Anna Kristín Pálsdóttir, stefndi síðuhaldara vegna gagnrýni á frétt um ESB og krafðist ómerkingar og skaðabóta. Síðuhaldari var sýknaður í héraðsdómi og gagnrýnin stóð óhreyfð.

Síðuhaldari sá sjálfur um sína málsvörn. Liður í undirbúningi málsvarnarinnar var að fá upplýsingar frá RÚV um það hvort stofnunin stæði að baki stefnu Önnu Kristínar. Síðuhaldari skrifaði Magnúsi Geir útvarpsstjóra tölvupóst þann 27. mars sl. til að fá upplýsingar um hvort RÚV veitt fréttamanni atbeina til að stefna þeim sem gagnrýna fréttir stofnunarinnar.

Magnús Geir hefur enn ekki svarað. 

 

Sæll Magnús Geir og til hamingju með stöðu útvarpsstjóra,

í haust stefndi fréttamaður RÚV, Anna Kristín Pálsdóttir, mér fyrir blogg sl. sumar þar sem ég gagnrýndi frétt sem Anna Kristín flutti 16. júlí sl. um ESB-mál.

Lögmaður Önnu Kristínar er Kristján Þorbergsson, sem lengi hefur starfað fyrir RÚV. Bæði sú staðreynd og ummæli sem Anna Kristín lét falla benda til þess að stefna hennar sé studd beint eða óbeint af RÚV, þ.e. að fyrrverandi útvarpsstjóri og/eða framkvæmdastjóri fréttadeildar hafi haft milligöngum um stefnuna.

Af því tilefni langar mig að spyrja þig að tvennu:

a) veist þú til þess að yfirmenn RÚV hafi með einhverjum hætti skuldbundið stofnunina til að styðja við málssókn fréttamanns RÚV, Önnu Kristínar Pálsdóttur, gegn undirrituðum?

b) telur þú eðlilegt að fréttamenn RÚV stefni einstaklingum út í bæ sem gagnrýna fréttaflutning RÚV?

Frávísunarkröfu minni var hafnað og málflutningur fer fram í næsta mánuði. Mér þætti vænt um að fá svar frá þér innan ekki of langs tíma.

Í viðhengi sendi ég þér greinargerðina sem ég sendi héraðsdómi og hér að neðan er hlekkur á blogg þar sem helstu efnisatriði koma fram.

bestu kveðjur
páll

 


mbl.is Greiða ekki málskostnað Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændur í skotlínunni

Mjólkursamsalan gerir bændum grikk þegar þeir mega síst við því. Viðskiptahættir MS eru ættaðir frá tíma Ráðstjórnarríkjanna og ættu ekki að sjást á 21stu öld.

Einokunarverslun, Hagar og Krónan, er með bændur í skotlínunni og MS framleiðir skotfærin með því að haga sér eins og einokunarrisi er lætur sér fátt finnast um almannahag. Og þegir í ofanálag líkt og ómálga óknyttastrákur er veit upp á sig skömmina.

Bændur verða að gyrða sig í brók en láta ekki fyrirtæki eins og MS um að vera útvörð hagsmuna sinna. Meðal bænda eru öflugir talsmenn, t.d. þingmaðurinn Haraldur Benediktsson.


mbl.is Stjórnvöld ekki sinnt ábendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsetuhættir manna og veðurfar

Ísland og Grænland byggðust norrænum mönnum á hlýnunarskeiði jarðarinnar. Norrænir menn gáfust upp á að búa Grænland þegar kólnaði og byggð á Íslandi stóð tæpt. Í frumskógum Kambódíu voru borgir yfirgefnar á miðöldum vegna veðurfars.

Maðurinn var ekki áhrifaþáttur á veðurfar fyrr á öldum en þó voru öfgarnar nógu miklar til að flæma fólk frá áður byggðu bóli.

Núna virðist samstaða í vísindasamfélaginu að lífshættir mannsins valdi stórfelldum breytingum á veðurfari. Þessari samstöðu verður að taka með þeim fyrirvara að öfgar í veðurfari þekktust löngu áður en maðurinn skipti máli í því samhengi. 


mbl.is Fundu forna borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband