Þjóðaratkvæði um poppmál vinstrimanna

Vinstrimenn eru búnir að eyðileggja um langa framtíð möguleikann á því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, - nema í ýtrustu neyð, líkt og gerðist í Icesave-málinu.

Popúlismi vinstrimanna leiðir þá enn og aftur í ógöngur. Þeir knúðu fram þjóðaratkvæði um kirkjuna og tillögur stjórnlagaráðs, sem var arftaki ólögmæts stjórnlagaþings, og fengu á kjaftinn í fyrra tilvikinu og að sama skapi lélega kjörsókn.

Aftur komu vinstrimenn í veg fyrir að prinsippmál eins og ESB-umsóknin færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ögmundur Jónasson vildi ekki þjóðaratkvæði um ESB-umsóknina sem var á allra vörum sumarið 2009 en hann vill að þjóðin kjósi núna um Nató, sem fæstir gefa gaum, og er sáralítið í umræðunni.

Með því að flagga til þjóðaratkvæðis poppmálum, sem aðeins skora hjá pólitískum sérvitringum, auglýsa vinstrimenn hversu galið það væri að gera þjóðaratkvæðagreiðslu að reglulegum þætti í þjóðmálum. 

 

 

 


mbl.is Þjóðin kjósi um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur tekur Japan fram yfir ESB

Evrópustefna Samfylkingar, um að Ísland gangi í Evrópusambandið, er í beinni mótsögn við fríverslunarsamninga milli Íslands og annarra ríkja. Evrópusambandið gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna.

Í utanríkisráðherratíð sinni gekkst Össur Skarphéðinsson fyrir fríverslunarsamningi við Kína, sem raunar var kominn á rekspöl í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Þar með gaf Össur upp á bátinn ESB-umsóknina, sem annars var hornsteinn vinstristjórnarinnar.

Með því að Össur leggur nú áherslu á fríverslun við Japan er Evrópustefna Samfylkingar í henglum.


mbl.is Kalla eftir fríverslun við Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örugg tök ríkisstjórnar á efnahagsmálum

Ríkisstjórnin er með örugg tök á ríkisfjármálum sem skilar sér í þeirri stöðu efnahagsmála að raunhæfar forsendur eru að afleggja gjaldeyrishöftin svokölluðu á næstu misserum.

Gjaldeyrishöftin voru frá fyrsta degi aðeins fyrir stórnotendur gjaldeyris og almenningur ekki fundið fyrir þeim, - þökk sé traustri útfærslu Seðlabankans á höftunum.´

Almenningur, á hinn bóginn, finnur vel fyrir efnahagsbatanum sem verk ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skila þjóðarbúin. Hér er hagvöxtur, lítið sem ekkert atvinnuleysi og framtíðarhorfur býsna góðar. 

Gjaldeyrishöftin verða farin áður en nokkur tekur eftir því. 


mbl.is Áætlun liggi fyrir á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarán að innan - mest í gríni

Íslensku bankarnir voru í útrás rændir að innan, af eigendum og stjórnendum. Það er meginniðurstaða rannsóknarnefndar alþingis.

Þegar sérstakur saksóknari rekur atburðarás einstakra ránsferða eigenda og stjórnenda inn i banka eru vörðurnar á ránsleiðangrinum oft glennulegir tölvupóstar - með eða án broskalla. 

Léttúð bankaræningjanna í gjörningum sem felldu íslenska bankakerfið sýnir okkur inn í heim hvítflibbaglæpamanna sem klæða afbrot í búning brandara.

Bankamennirnir líta á þjófnað sem fyndni og brandarinn verður betri eftir því sem ránsfengurinn er meiri. Vonandi hjálpar sálfræðiþjónusta Fangelsismálastofnunar bankaræningjunum að ná áttum.


mbl.is Í rúminu með vinkonu eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband