Goðaveldið, pólitískt framlag Íslands til stjórnmálafræðinnar

Goðaveldið er stjórnskipun þjóðveldisins, frá um 930 til í kringum 1260 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Þessi stjórnskipun byggði á staðbundnu valdi og samráði um 40 goða sem hittust einu sinni á ári á alþingi til að rétta lögin, efna til nýmæla og leysa úr málum er styr stóð um í héraði.

Goðaveldið þjónaði landinu í um 330 ár og sýndi fremur sjaldgæfa aðlögunarhæfni stjórnkerfa þegar það hélt velli meina og minna óbreytt eftir kristintöku árið 1000. Ekkert sambærilegt stjórnkerfi er þekkt um víðan heim.

Lýðræði er á seinni árum oft nefnt skásta stjórnskipunin. Þó er hvergi nærri hægt að slá föstu að það sé besta fyrirkomulagið. Lýðræðið elur t.d. á ójafnræði í Bandaríkjunum og er víða gagnslaust utan vestrænnar menningar. Kommúnískt einræði skilar jöfnuði á Kúbu; klerkaveldi stöðugleika og velmegun í Íran og konfúsíusarkommúnismi býr til hagvöxt og auðmenn í þúsundavís í Kína.

Lýðræði er á hinn bóginn arfur sem vestrænar þjóðir losna ekki við og verða að gera sér að góðu. Goðaveldið er þess vegna ekki valkostur fyrir okkur þótt það hafi undir öðrum kringumstæðum sýnt sig vel starfhæft.

Stjórnskipan er ekki fremur en önnur mannanna verk óumbreytanleg. Og kannski eru dagar lýðræðis brátt taldir þótt hvergi sé í sjónmáli raunhæfur valkostur.


Loforð í pólitík eru froðan, undirstaðan ræður

Í stjórnmálum er lofað upp í ermina, þar fylgir nótt degi. Úrslit í stjórnmálum, sérstaklega í stóru spurningum stjórnmálanna, sjálfstæði eða ekki, ESB-aðild eða ekki, ráðast ekki af loforðum.

Samfélög sem standa frammi yfir stórum spurningum hreyfast ekki með froðu. Undirstaða samfélaga verður til yfir langan tíma og ef hún er í meginatriðum heil þá velja samfélög óbreytt ástand. Eftir seinna stríð voru samfélög Vestur-Evrópu meira og minna í henglum; þau völdu Evrópusambandið. Sama gilti um Austur-Evrópu eftir kommúnismann.

Skoskt samfélag er í meginatriðum í lagi. Valkostir kjósenda voru að standa áfram innan Bretlands eða fara í smáríkjahópinn í Evrópusambandinu. Bretland þótti betri kostur.


mbl.is Kjósendur blekktir með loforðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stanslaus áróður um ónýti Íslands skilar þingmennsku

Fylkisflokkur Gunnars Smára flytur stanslausan áróður um ónýti Íslands og klæðir í búning frétta, líkt og Gunnar Smári klæddi hagsmuni Jóns Ásgeirs í fréttir á Fréttablaðinu.

Áróðurinn um ónýta Ísland á sér rætur í Samfylkingunni sem notaði hann til fylgis við feigu ESB-umsóknina frá 16. júlí 2009. Áróðurinn skilaði Samfylkingunni 12,9 prósent fylgi í síðustu kosningum.

Gunnar Smári er snjall áróðursmaður, það sýndi hann sem ritstjóri Fréttablaðsins. Til að ná kjöri inn á alþingi þarf ekki nema um 5 prósent fylgi. Þingmennska er þægileg innivinna - líka fyrir þá með slóð af brenndum brúm að baki.


Bloggfærslur 21. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband