Er Karl Sigfússon að selja á 85 millur?

,,Ég er kúgaður millistéttarauli" skrifaði Karl Sigfússon í nóvember 2011 og hlaut alheimsfrægð fyrir (ok, smávegis ýkt, Íslandsfrægð) enda þar kominn talsmaður breiðu millistéttarinnar.

Árni Helgason lögmaður virðist segja í pistli í Kjallaranum að Karl selji húsið sitt nú um stundir á 85 millur.

Ef þetta er rétt, hvað gerðist?

a) Náði Karl í kvikmyndastjörnu í Hollywood sem kom undir hann fótunum?
b) Tæmdist honum arfur?
c) Er 'ann feik?

Millistéttaraularnir bíða með öndina (quak, quak) í hálsinum.


Lekasport stjórnmálanna

Vinstrimenn fundu upp, í samvinnu við DV, lekasportið; að gera úlfalda úr þeirri mýflugu að upplýsingar leka úr ráðuneytum.

Umboðsmaður alþingis og ríkissaksóknari hljóta nú að girða sig í brók og hefja tafarlausa rannsókn á því hvernig á því stóð að trúnaðarupplýsingum um skólarekstur var lekið úr ráðuneyti vinstristjórnarinnar.

Hér duga engin vettlingatök. Varla gera umboðsmaður og ríkissaksóknari upp á milli hægrimanna og vinstrimanna þegar þeir beita embættum sínum. 


mbl.is Ólafur kærir Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldsskólanemum fækkað á bakvið tjöldin

Frá og með næsta hausti mun framhaldsskólanemum fækka um nokkur hundruð. Einkum eru það eldri framhaldsskólanemum sem verður úthýst, þ.e. þeir sem af einhverjum ástæðum hafa ekki náð að ljúka námi á tilsettum tíma.

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, fækkar framhaldsskólanemum samtímis sem hann ætlar að stytta námstíma til stúdentsprófs, úr fjórum árum í þrjú. Hvorki skólameisturum framhaldsskóla né kennurum er tilkynnt þetta með beinum hætti. Í frétt RÚV segir

Menntamálaráðuneytið hefur ekki sent stjórnendum framhaldsskólanna bein fyrirmæli um styttingu námsins, en ráðuneytið staðfestir að styttingin hafi verið rædd á fundum með skólameisturum, auk þess sem vilji stjórnvalda komi fram í námskrá, Hvítbók menntamálaráðherra og fjárlögum næsta árs.

Þetta er stefnumótun á ská; hlutirnir ekki sagðir beint en fjárlög gerð þannig að óhjákvæmileg niðurstaða er færri nemendur. 

Sennilega er það pólitískt of viðkvæmt að segja upphátt hvað stendur til í framhaldsskólum enda er verið að loka á jafnræði til náms, - eins og það hefur hingað til verið skilgreint. Má búast við að ,,mótvægisaðgerðir" verði kynntar fljótlega enda flókið að láta nokkur hundruð framhaldsskólanema gufa upp án þess að nokkur taki eftir.

  


Skotland gæti breytt Evrópu

Kjósi Skotar sjálfstæði gæti skollið á hrina af sjálfstæðum ríkjum í Evrópu. Belgía myndi klofna í tvennt, Bæjarar kljúfa sig úr Þýskaland; danskir Þjóðverjar sömuleiðis. Spánn og Frakkland sæju af Böskum og Katalónum og Bretónum og þá er ekki upp talið.

Á korti breska blaðsins Daily Mail segir að Evrópa hyrfi tilbaka til miðalda ef þjóðernishreyfingar næðu sínu fram. Á miðöldum stóð Hið heilaga rómverska keisaradæmi í blóma en fjöldi smáríkja og furstadæma var innan vébanda þess. Evrópusambandið myndi taka við því hlutverki.

Evrópusambandið yrði þar með fjórða ríkið. Við vitum öll hvernig fór fyrir þriðja ríkinu.

Ábyrgð Skota er giska mikil.


mbl.is „Skotland yrði allt annað land“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband