Blaðamenn eru versti óvinur upplýstrar umræðu

 Engin önnur stétt en blaðamenn myndi láta það óátalið að fagið sé jafn skefjalaust misnotað og Fréttablaðið gerir með því að hanna fréttaflutning sem miðar að því að bæta stöðu eiganda blaðsins gagnvart ákæruvaldi og dómstólum.

Ekki nóg með að blaðamenn sjá í gegnum fingur sér að blaðamennskan sé orðin gólftuska í höndum almannatengla auðmanna þá beinlínis básúna fréttastofur eins og RÚV áróðrinum. Í báðum aðalfréttatímum RÚV í kvöld er fréttahönnun Kristínar og Jóns Ásgeirs aðalfréttin.

Á meðan stórglæpir eru framdir á faginu, blaðamennskan beinlínis notuð til að hafa áhrif á ákæruvaldið og dómskerfið, eru blaðamenn uppteknir af því hvort Reynir Trausta hafi sem ritstjóri skrifað Sandkorn um Guðmund í Brimi eftir að hafa fengið frá útgerðamanninum 15 millur. Sandkorn Reynis er vasaþjófnaður en fréttahönnun Fréttablaðsins er á stórglæpaskala í faglegu samhengi.

Alvöru blaðamenn á alvöru fjölmiðlum myndu taka fyrir fréttahönnun Fréttablaðsins og rýna í vinnubrögðin og spyrja um trúverðugleikann, bæði lögreglumannsins og fjölmiðilsins. En hvert barn sér að hvorugu er til að dreifa.

En á Íslandi eru ekki starfandi alvöru blaðamenn heldur tröllríður meðvirknin og kæfir alla sjálfsgagnrýni. 

Við búum við þá mótsagnakenndu stöðu að eftir því sem blaðamönnum og fjölmiðlum fækkar þá batnar opinber umræða. Íslenskir blaðamenn eru versti óvinur upplýstrar umræðu; sumir þeirra stunda fréttahönnun en hinir þegja um glæpinn.

Svei ykkur, blaðamenn.


mbl.is Aðhefst ekki vegna símahlustana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir kallar dómara á teppið

Jón Ásgeir Jóhannesson, sem réttvísin á vantalað við vegna hrunmála, er eigandi 365 miðla og má þakka það Landsbankanum. Um helgina hófst fréttahönnunarferli með því að lögreglumaður með feril vitnaði um hve auðmenn væru yfirleitt saklausir en ákæruvaldið illkvittið.

Kristín Þorsteinsdóttir, æðsti yfirmaður fréttadeilda 365 miðla, stýrir þessari fréttahönnun

Í dag er formaður dómstólaráðs kallaður á teppið hjá miðli Jóns Ásgeirs og látinn svara ásökunum lögreglumannsins. 

Viljum við samfélag þar sem Jónar Ásgeirar landsins stjórna fjölmiðlum til að hafa áhrif á dómskerfið? 


Er 12,9% fylgi merki um öfga?

Hægriflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9 prósent fylgi í þingkosningum þar í landi. Flokkurinn er andsnúinn auknum fjölda innflytjenda og gagnrýninn á Evrópusambandið. Fyrir það fær hann þá umsögn að vera öfgaflokkur.

Á Íslandi fékk flokkur12,9 prósent fylgi í síðustu þingkosningum; hlynntur auknum fjölda innflytjenda og vill í Evrópusambandið einn flokka. Flokkurinn heitir Samfylking og er öh ...EKKI öfgaflokkur. 


mbl.is Ekki í stjórn með SD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingurinn og skólinn

Eitt hlutverk skólakerfisins fram að háskólanámi er að félagsvæða nemendur með því að keyra þá í gegnum áþekka námsskrá, hvort sem þeir búa á Grundarfirði, Akureyri eða Reykjavík.

Þegar líður á þessa félagsmótun, þ.e. í framhaldsskóla, verður erfiðara að halda nemendum við sömu fjölina enda kemur ólíkur námsáhugi æ betur fram eftir því sem þeir eldast. Þetta fyrirkomulag er dýrt og óþjált.

Til að mæta ólíkum námsáhuga mætti búa til fyrirkomulag þar sem hver einstaklingur ætti rétt á fjögra ára námi, - miðað við að stúdentspróf og iðnnám taki þrjú ár. Nemandinn mætti nota þessi fjögur ár fram að t.d. 23 ára aldri til að sækja sér þá skólagöngu sem hugur hans stæði til.  Ef nemandinn lýkur ekki nám á fjórum árum fyrir 23 ára aldur yrði hann að greiða viðbótarár á kostnaðarverði, sem er sirka milljón kr. á ári.

Samhliða einstaklingsfrelsi til að velja nám yrði svigrúm skóla aukið til að bjóða nám, sem myndi leiða til þess að skólar leituðu sér að sérstöðu.


mbl.is Skólakerfið er á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband