Kristín, góđa löggan og glćpir án glćpamanna

Kristín Ţorsteinsdóttir var blađafulltrúi Baugs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og ţar á eftir stjórnarmađur Jóns Ásgeirs í 365 miđlum áđur en hún varđ ćđsti yfirmađur fréttaritstjórna 365 miđla, ţ.e. Fréttablađsins, visis.is, Stöđvar 2 og Bylgjunnar.

Kristín er handvalin af Jóni Ásgeir til ađ draga upp ţá mynd af útrásarglćpum ađ ekki hafi veriđ um glćpi auđmanna ađ rćđa heldur ţjóđfélagsástand, sem ćtti ađ greina međ ađferđum mannfrćđi og sálfrćđi fremur en réttvísinnar. Kristín skrifađi grein fyrir tveim árum, ţar sem hún bođađi ţessa frumlegu sýn á auđmannaglćpi útrásar og kallađi Erum viđ verri en annađ fólk.

Vitnisburđur Jóns Óttars Ólafssonar fyrrum rannsóknarlögreglumanns fellur eins og flís viđ rass ađ ţeirri skođun Kristínar og Jóns Ásgeirs ađ glćpir voru ekki framdir í hruninu, meira svona ađ rangar ákvarđanir hafi veriđ teknar - en allar ţó vel innan ramma laganna.

Jón Óttar missti starf sitt hjá embćtti sérstaks saksóknara vegna ţess ađ hann ţjónađi tveim herrum. 

Öll ţessi forsaga ćtti ađ kenna blađamönnum, ţeim sem ekki vinna hjá Kristínu og Jóni Ásgeiri, ađ taka međ fyrirvara ţađ sem kemur frá ritstjórn 365 miđla um sakleysi auđmanna og illvilja ákćruvaldsins.


mbl.is Góđa löggan gegn vondu bankamönnunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband