Lögreglumađur vitnar í ţágu Jóns Ásgeirs - ókeypis?

Lögreglumađur sem starfađi hjá embćtti sérstaks saksóknara dregur upp ţá mynd af ákćruvaldinu ađ ţar starfi fremur illa gert fólk ef ekki beinlínis illviljađ. Ţessi vitnisburđur lögreglumannsins er ómetanlegur fyrir málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og annarra auđmanna sem réttvísin á vantalađ viđ.

Vitnisburđur lögreglumannsins birtist í Fréttablađi Jóns Ásgeirs. Annar miđill tengdur auđmönnum, Eyjan, undirstrikar verđmćti vitnisburđar lögreglumannsins.

Rifjum upp hvers vegna lögreglumađur er fyrrvarandi starfsmađur embćttis ríkissaksóknara. Í frétt mbl.is segir

Starfs­lok­in urđu í kjöl­far ţess ađ sér­stak­ur sak­sókn­ari kćrđi Jón Óttar fyr­ir ađ hafa starfađ fyr­ir ţrota­bú Milest­one á sama tíma og hann hafi starfađ fyr­ir sér­stak­an sak­sókn­ara.

Auđvitađ er algerlega óhugsandi ađ lögreglumađur međ ţennan feril fćri ađ selja Fréttablađinu frásögn af huglćgri upplifun sinni af störfum sínum hjá embćtti sérstaks saksóknara. Hvorki Fréttblađiđ né Jón Ásgeir í gegnum önnur félög sín myndu kaupa slíka frásögn.

Mađur eiginlega fyrirverđur sig ađ láta sér detta annađ eins í hug.


mbl.is „Eins og krakkar í sćlgćtisbúđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Landsbankinn heldur Fréttablađinu/Stöđ 2 á floti

Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson, áđur kenndur viđ Baug, og Ingibjörg Pálmadóttir eiga 365 miđla sem gera út Fréttablađiđ og Stöđ 2.

Landsbankinn heldur 365 miđlum á floti međ ţví ađ samţykkja sem veđ stóran eignahlut hjónanna í stađ ţess ađ leysa félagiđ til sín og selja.

Hvers vegna er ríkisbanki ađ halda úti fjölmiđlafyrirtćki?


Ónýta Ísland, endurritun sögunnar og stjórnarskráin

Áróđur vinstriflokkana um ónýta Ísland beindist sérstaklega ađ stjórnarskránni. Í tíđ ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. var búiđ til stjórnlagaráđ, upp úr ólöglega kjörnu stjórnlagaţingi,  međ ţađ hlutverk ađ réttlćta pólitíska áróđurinn um ónýta Ísland.

Rauđur ţráđur í áróđri vinstrimanna var ađ stjórnskipun Íslands vćri ábyrg fyrir hruninu. Sögulausir vinstrimenn létu sér í léttu rúmi liggja ađ stjórnarskráin, sem ađ stofni til er frá 1874, og var ţví á engan hátt ábyrg fyrir útrás og hruni, sem stóđ yfir á árabilinu 2000 til 2008.

Áróđursfrásögnin, sem vinstriflokkarnir reyndu ađ selja ţjóđinni, er ađ tveir elstu starfandi stjórnmálaflokkar landsins, Framsóknarflokkur og Sjálfstćđisflokkur, vćru ásamt stjórnarskránni međsekir hruninu - á međan yngstu flokkarnir, Samfylking og Vg, vćru međ hreinar hendur.

Ef vinstriflokkunum hefđi tekist ađ bylta stjórnskipun Íslands međ nýrri stjórnarskrá vćri búiđ skjóta stođum undir áróđursfrásögnina um ábyrgđ hćgrimanna á hruninu samtímis sem vinstrimenn vćru hvítţvegnir. Sannleikurinn er á hinn bóginn sá ađ sumir helstu útrásarauđmennirnir voru í nánu bandalagi viđ Samfylkinguna, til dćmis Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi, sem fékk líka góđan stuđning frá Vg (í fjölmiđlamálinu 2004) og ađrir fengu sérstaka blessun vinstrimanna s.s. forstjórar Kaupţings í alrćmdri Borgarnesrćđu formanns Samfylkingar.

Á síđasta kjörtímabili tókst ađ verja stjórnarskrá lýđveldisins. Sú vörn, ásamt höfnun Iceave-samninganna og mótmćlin gegn ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar, bjó til grundvöllinn ađ stjórnarskiptunum voriđ 2013, ţegar hćgrimenn unnu risasigur í alţingskosningum og flokkar ţeirra, Sjálfstćđisflokkur og Framsóknarflokkur, fengu hreinan meirihluta.

Áróđur vinstrimanna um ónýta Ísland reyndist ţeim dýrkeyptur. Ţegar leiđ á kjörtímabil Jóhönnustjórnarinnar tók landiđ ađ rísa. Stjórnin naut ţess ekki ađ atvinnuleysi var lágt og hagvöxtur tók viđ sér sökum ţess ađ áróđurinn um ónýta Ísland yfirgnćfđi árangurinn. 

Ţjóđin hafnađi tilraun vinstrimanna til ađ endurrita söguna. Réttur endapunktur er ađ hćtta formlega viđ endurskođun stjórnarskrár lýđveldisins og leggja niđur stjórnarskrárnefnd. Viđ eigum afbragđsgóđa stjórnarskrá og Ísland er ekki ónýtt.


mbl.is Í lagi međ gildandi stjórnarskrá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 13. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband